MedicAlert

MedicAlert eru alþjóðleg öryggissamtök, rekin án ágóða, sem veita upplýsingar um merkisbera á neyðarstundu og hafa starfað hér á landi í rúmann aldarfjórðung. Í Íslandsdeildinni, eru yfir 5.000 merkisberar, en höfuðstöðvarnar í Californíu þjóna milljónum merkisberum í yfir 40 löndum.

Tilgangur Medic Alert er að útbúa og starfrækja aðvörunarkerfi  fyrir sjúklinga með alvarlega sjúkdóma, sem af einhverjum ástæðum gætu veikst þannig, að þeir yrðu ófærir um að gera  grein fyrir veikindum sínum og þar af leiðandi átt á hættu að fá ranga meðferð.

Um er að ræða þríþætt kerfi: merki úr málmi, plastspjald með ákveðnum upplýsingum auk tölvuskrár. Merkið er borið í keðju um háls eða úlnlið. Plastspjaldið, sem er í kreditkortastærð fyrir veski, er með fyllri upplýsingum. Loks eru ýtarlegastar upplýsingar á tölvuskrá, sem er í vörslu Slysa- og bráðadeildar Landspítalans, en þar er gjaldfrjáls sólarhrings vaktþjónusta fyrir neyðarnúmer MedicAlert.

 Á merkið eru skráð 3 atriði:

  • Símanúmer vaktstöðvar á Íslandi, sem hringja má í allstaðar að úr heiminum án endurgjalds.
  • Sjúkdómsgreining eða áríðandi upplýsingar um viðkomandi og að lokum: Persónunúmer, sem
  • veitir aðgang að upplýsingum á tölvuskrá Slysa- og bráðadeildar .

 

Aðild að MedicAlert er greidd með 7.000 kr. stofngjaldi (einfalt stálmerki og spjald innifalið). Árgjald er  2.000 kr.

Læknir þarf að staðfesta með uppáskrift eða vottorði um að viðkomandi sjúkdómar séu réttir áður en umsókn er skilað á skrifstofu.

Áríðandi er að merkisberi láti vita um allar breytingar svo upplýsingar séu ávallt réttar. Í gagnagrunninum eru ítarlegri upplýsingar en eru grafnar í merkið.

MedicAlert er til húsa í Hlíðasmára 14 Kópavogi. Netfang medicalert@medicalert.is Afgreiðslutími er virka daga kl. 9 - 15.