Lions á Íslandi

 

Tilgangur Lions myndband

Til Íslands barst Lionshreyfingin árið 1951 þegar fyrsti klúbburinn, Lionsklúbbur Reykjavíkur, var stofnaður hinn 14. ágúst. 

Ísland er sjálfstætt fjölumdæmi innan Alþjóðasambands Lionsklúbba og nefnist Fjölumdæmi 109, sem síðan skiptist í umdæmi 109A og 109B. 

Í byrjun árs 2021 eru í fjölumdæminu  starfandi 82 klúbbar og 2 klúbbadeildir með rúmlega 2.000 félögum.  Í Lions vinna saman, konur og karlar á öllum aldri. 

Lionsfélagar láta gott af sér leiða á sviði mannúðar- og menningarmála. Kúbbar styðja sitt byggðarlag og taka þátt í landsverkefnum og alþjóðlegum verkefnum.  

Alþjóðahjálparsjóður Lions, LCIF, er hinn opinberi hjálparsjóður Lions.  Framlög úr LCIF renna fyrst og fremst til átta höfuðflokka, sem eru:

·     barátta gegn sykursýki

·     umhverfisvernd

·     barátta gegn hungri

·     barátta gegn blindu

·     barátta gegn krabbameini barna

·     ungmennamálefni

·     aðstoð vegna náttúruhamfara

·     ýmis óflokkuð mannúðarverkefni