Markmið Lionsklúbba
- Að vekja og efla anda skilnings meðal þjóða heims.
- Að efla meginreglur heilbrigðs stjórnarfars og borgaralegra dyggða.
- Að sýna virkan áhuga á velferð samfélagsins í félagsmálum, menningu og almennu siðgæði.
- Að tengja félagana böndum vináttu, góðs félagsanda og gagnkvæms skilnings.
- Að skapa vettvang fyrir frjálsar umræður um öll málefni sem varða almannaheill en undanskilja þó umræður um stjórnmál og trúarbrögð.
- Að hvetja þjónustuviljugt fólk til að leggja lið í sínu samfélagi, án persónulegs fjárhagslegs ávinnings og að hvetja til dugnaðar og eflingar siðgæðis í viðskiptum, iðnaði, atvinnulífi, opinberri þjónustu og einkarekstri.
Markmið Alþjóðahreyfingar Lions
- Að skipuleggja, stofna og hafa eftirlit með starfi þjónustuklúbba sem nefndir eru Lionsklúbbar.
- Að samhæfa verkefni Lionsklúbba og samræma stjórnunarhætti þeirra.
- Að vekja og efla anda skilnings meðal þjóða heims.
- Að efla meginreglur heilbrigðs stjórnarfars og borgaralegra dyggða.
- Að sýna virkan áhuga á velferð samfélagsins í félagsmálum, menningu og almennu siðgæði.
- Að tengja klúbbana böndum vináttu, góðs félagsanda og gagnkvæms skilnings.
- Að skapa vettvang fyrir frjálsar umræður um málefni sem varða almannaheill, en undanskilja þó umræður um stjórnmál og trúarbrögð.
- Að hvetja þjónustuviljugt fólk til að leggja lið í sínu samfélagi, án persónulegs, fjárhagslegs ávinnings og að hvetja til dugnaðar og eflingar siðgæðis á sviðum viðskipta, iðnaðar, atvinnulífs, opinberrar þjónustu og einkareksturs.
Framtíðarsýn
Að vera leiðtogi innan samfélagsins og á sviði mannúðarmála um allan heim.
Hlutverk
Að styrkja Lionsklúbba, sjálfboðaliða og samstarfsaðila við að bæta heilbrigði og vellíðan, styrkja samfélög og styðja þá sem eru í neyð með mannúðarþjónustu og styrkjum sem hafa áhrif á líf á heimsvísu og hvetja til friðar og alþjóðlegs skilnings.