Landsátak í söfnun birkifræs

Landsátak í söfnun birkifræs
Eins við öll vitum þá eru Umhverfismál eitt af fimm megin áherslumálum Lions. Leitað hefur verið eftir samtarfi við hreyfinguna um allt land við Skógræktina og Landgræðsluna um söfnun á birkifræi og dreifingu á því. Guðni Th. Jóhannesson er verndari verkefnisins sem verður sett formlega af stað 16.september 2020, á degi íslenskrar náttúru. Tímabilið sem hægt er að safna birkifræi er frá um miðjum september fram í miðjan október sem fer að sjálfsögðu eftir tíðarfari.
 
Verkefninu er hægt að skipta upp og setja saman eins og klúbbar best treysta sér til. þannig væri hægt að:
 
Safna fræi og dreifa sama dag.
Safna fræi og dreifa því annann dag þegar hentar
Safna fræi og skila því af sér í móttökustöð.
Fá til sín fræ til dreifingar. 
 
Verkefnið er spennandi kostur og viljum við hvetja klúbba til að taka þátt í því. Nokkrir klúbbar hafa nú þegar tekið ákvörðun um að taka þátt en það væri styrkur fyrir hreyfinguna að söfnunin yrði um land allt strax í haust. Verkefnið er líka kjörið til að hvetja almenning til þátttöku með okkur.