Landsátak í söfnun birkifræs

Landsátak í söfnun birkifræs
Eins við öll vitum þá eru Umhverfismál eitt af fimm megin áherslumálum Lions.

Nú í september 2024 er að hefjast birkifræsöfnun í samstarfi við Skógræktina, Landgræðsluna og fleiri aðila.

LANDSÁTAKIÐ „ Söfnum og sáum birkifræi" hefst formlega á degi íslenskrar náttúru 16. september í Eyjafirði þetta haustið.

Tilgangurinn með verkefninu er að efla útbreiðslu birkiskóga, meðal annars með því að virkja almenning til söfnunar og dreifingar birkifræs en einnig að veita fræðslu til félagasamtaka, skóla, fyrirtækja og stofnana um vernd og endurheimt birkiskóga.

Það er töluvert fræ á trjám víðast hvar á landinu. Á höfuðborgarsvæðinu er fræ að ná þroska og því tími til kominn að huga að fræjum. Ekkert er því þó til fyrirstöðu að safna fræi fram eftir vetri en flest ár hangir fræ á trjám fram undir jól, segir Kristinn H. Þorsteinsson framkvæmdarstjóri www.skogkop.is

Nánari upplýsingar um viðburðinn í Eyjafirði er að finna á eftirfarandi slóð:  https://island.is/s/land-og-skogur/frett/birkifraesoefnun-thjodarinnar-fram-undan

Hægt er að fá pappaöskjur til að tína í á öllum, Olís-stöðvum og öllum Bónus-verslunum og þangað má einnig skila af sér í þar til gerða söfnunarkassa.

Verkefnið er spennandi kostur og viljum við hvetja klúbba til að taka þátt í því. Nokkrir klúbbar hafa nú þegar tekið ákvörðun um að taka þátt en það væri styrkur fyrir hreyfinguna að söfnunin yrði um land allt strax í haust. Verkefnið er líka kjörið til að hvetja almenning til þátttöku með okkur.

Hér má sjá leiðbeiningar um söfnun og sáningu birkifræs.

Allir Lionsfélagar fá tölvupóst um verkefnið.

Með kærri kveðju frá umhverfisnefnd Lions.