Umhverfismál haustið 2025 - Birkifræsöfnun
Kæru Lionsfélagar.
Undirbúningur er hafinn fyrir fyrsta umhverfisverkefni Lions starfsársins 2025 – 2026.Undirrituð var nýlega í sambandi við verkefnastjóra Skógræktarfélags Kópavogs sem heldur utan um sáningu og söfnun birkifræja. Kristinn H. Þorsteinsson segir ´´það lítur út fyrir að birkifræ verði fyrr tilbúin þetta haustið en á síðasta ári´´. Hann mun láta umhverfisstjóra vita eftir að hafa verið í sambandi við kollega sína um landið. Einnig er hann tilbúinn til að fræða okkur Lionsfélaga og koma á fundi ef þess er netangið er:
birkiskogur@gmail.com
NÁNARI UPPLÝSINGAR KOMA NÆSTU VIKUR.
Gaman væri að klúbbar ykkar tækju frá dag en áherslan verður þetta haustið, birkifræsöfnun og skil á þeim dag á næstu mánuðum.
Með þökk fyrir svör ykkar og gott samstarf á síðasta starfsári. Margir voru duglegir að setja inn frásagnir og myndir á Facebook síður klúbbanna og senda í Lionsblaðið, einnig á Lions Mál sem er mikil hvatning fyrir alla.
Fh. umhverfisnefndar hjá Lions
Dagný S. Finnsdóttir
Umhverfisstjóri hjá Lions MD 109.
Félagi í Lkl. Úa í Mosfellsbæ.
dsf@simnet.is