Þeytivinda í sundlaugina

Lionsklúbbur Ólafsvíkur færði Sundlaug Snæfellsbæjar veglega gjöf á dögunum.

Sigfrid Andradóttir umdæmisstjóri 109 B heimsækir klúbba

Sigfrid Andradóttir og Þorkell Cýrusson heimsóttu Lionsklúbbinn Höfða, Hofsósi og Lionsklúbb Skagafjarðar

Fjölgun félaga og nýr fundarstaður hjá Lionsklúbbi Hveragerðis

Starfsárið 2018–2019 hjá Lionsklúbbi Hveragerðis hófst að venju fjórða mánudag í september og voru þá teknir formlega inn fjórir af þeim sjö sem gengu í klúbbinn á síðasta starfsári.

Lionsklúbbur Garðabæjar hefur fært Heilsugæslunni Garðabæ tvo skoðunarbekki að gjöf.

Alþjóðahjálpar-sjóðurinn

Lions Clubs International Foundation 50 ára. Í júní 2018 fagnaði alþjóða hjálparsjóðurinn 50 ára afmæli sínu. Á þessum 50 árum hefur sjóðurinn okkar haft gríðarlega mikil áhrif á líf margra milljóna einstaklinga bæði með verkefnum í heimabyggð og ekki síður í alþjóðlegum verkefnum. Sem dæmi má nefna að með meira en eins milljarðar dollara framlagi hefur sjóðurinn: Bjargað sjón meira en 9 milljón einstaklinga með aðgerð við skýi á auga. Meira en 16 milljón börn fá kennslu í lífsleikni með Lions Quest kennsluefninu.

Plastklemmur

LOKSINS .... ekki fleiri pinna-göt á föt

Lionsmenn á Akranesi afhenda pakka frá Menntamálastofnun

Vel var tekið á móti lionsmönnum þegar þeir afhentu börnum í Leikskólanum Garðaseli pakkann frá Menntamálastofnun. Börnin sungu fyrir lionsmenn sem fengu fræðslu um kjörorð og hugmyndafræðina á bak við starfið. Á myndinni eru frá vinstri: Gestur Sveinbjörnsson. Benjamín Jósefsson og Ólafur Grétar Ólafsson

Fossinn Dynkur skoðaður á fyrsta svæðisfundi

Svæðisstjóri á svæði 4 í 109A hefur starfsárið af fullum krafti.

Ungmennabúðir í Borgarnesi og Mosfellsbæ

Þessa dagana eru í gangi ungmennabúið Lions. Ungmennin sem heimsækja Ísland að þessu sinni koma fá; Þýskalandi, Sviss, Belgíu, Austurríki, Ítalíu, Ungverjalandi, Hollandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð. Þau komu til landsins 5.júlí og hófu dvölina í heimagistingu. Þann 12.júli var haldið í Borgarnes þar sem þau voru í búðum til 19.júli en þá fóru þau í Mosfellsbæ og eru þar seinni búðavikuna. Hafa þau fengið að upplifa margt á meðan að á dvölinni hefur staðið og eru þau alsæl og þakklát fyrir allt sem gert er með þeim og fyrir þau. Ungmennin halda heim 26.júli(fyrir utan einn sem fer heim 25.júlí).

Til hamingju Lions, til hamingju Ísland

Stórkostlegur leiðtogi Guðrún Björt Yngvadóttir er orðin alheims forseti Lions fyrst kvenna í 101 ára sögu Lions.