Alþjóðasamstarfið

Lions leggur lið

Kjörorð Lions er: ,,Við leggjum lið” (We Serve). Lionsfélagar láta gott af sér leiða á sviði mannúðar- og menningarmála. Lionsklúbbar  eru skipaðir athafnasömu og félagssinnuðu fólki og er góður vettvangur fyrir fólk sem vill vinna að velferðarmálum.
 
 Lion afhendir Blindafélaginu veglegan styrk
 
Alþjóðleg Lionsverkefni
LCIF - Alþjóðahjálparsjóður Lions er hinn opinberi líknarsjóður allra Lionsklúbba. LCIF hefur veitt 700 milljónir dollara í 100.000 styrki til að bæta líf fólks um allan heim. Árlega veitir LCIF styrki fyrir um 30 milljónir Bandaríkjadala. En auk þess sinna allir Lionsklúbbar margs konar öðrum verkefnum á svið líknar- og menningarmála. Ákveðin verkefni eru skilgreind á verksviði Lions: Samfélagsverkefni, Menningarverkefni, Umhverfismál, Heilbrigðis- og velferðarmál og Lions með börnum og ungmenum. Lionsklúbbar sinna gjarnan sinni heimabyggð, síðan landsverkefnum og einnig alþjóðlegum verkefnum. Alþjóðleg verkefni sem Lions á Íslandi tekur virkan þátt í eru m.a. Unglingaskipti, Lions Quest, Friðarveggspjaldakeppni ungmenna, Ljósmyndasamkeppni i náttúrumyndum o.fl.
 
 
Alþjóðleg verkefni Lions á Norðurlöndum Lions í Svíþjóð styrkir m.a. verkefni fyrir börn og unglinga í austur Evrópu; sjónvernd m.a. með gleraugnasöfnun. Sænski neyðarsjóðurinn bregst  rausnarlega við náttúrhamförum.
 
Lions í Noregi styrkir mörg verkefni erlendis, m.a. augnspítala í Úganda, Zambíu og Malawi; vatnsbrunna í Úganda; skóla í Kenya, Úganda, Indlandi og Chile og m.fl.
 
Lions í Danmörku styrkir verkefni m.a. í Bólivíu, Líberíu, Litháen og Sierra Leone.
 
Lions í Finnlandi styrkir m.a börn á Sri Lanka, ungmenni í Eystrasaltslöndunum, barnaheimili, skóla, sjúkrahús, elliheimili og fjölskyldur í rússnesku Kirjálahéruðunum.
 
Lions á Íslandi hefur einkum stutt samnorræn verkefni, en heimili fyrir munaðarlaus og fötuð börn í Friazino í Rússlandi var okkar „framlag“ 1990 og höfum við stutt það síðan.
 
Netsamfélagið Lions Lions Clubs International urðu alþjóðleg samtök löngu fyrir daga Internetsins. Í dag er auðveldara en nokkru sinni fyrr að vera „alþjóðlegur“ og tengjast Lions hvar sem er í heiminum – hvenær sem er.
 
Á vefsíðu LCI – Alþjóðasamtaka Lions http://www.lionsclubs.org/EN/news-and-events/lion-magazine/news-mag-online.php er ný vefsíða „Online Community“ til að auðvelda Lions að komast í samband við aðra félaga og klúbba, að deila sögum, myndum og góðum hugmyndum með öðrum.
 
Hjálparstarf Lions í Ecuador eftir jarðskjálfta 2016
 
Kíktu á blog-síðu Lions:http://lionsclubsorg.wordpress.com/ og lestu fréttir sem starfsfólk LCI og alþjóðaforseti Lions skrifar. Sjáðu ný myndskeið frá Lions á  YouTubehttp://www.youtube.com/user/lionsclubsorg
 
Lestu fréttir frá höfuðstöðvum Lions á Twitter  og frá Lionsklúbbum víðs vegar um heiminnhttp://twitter.com/lionsclubsorg.
 
Þér líkar vel við okkur á  Facebook – vinsælasta samskiptavef í heimi:http://www.facebook.com/lionsclubs
 
 
 
Eignastu tengslanet Lionsfélaga  – og reyndra sérfræðinga á mörgum sviðum á Linkedin:http://www.linkedin.com/
 
Sjáðu myndir af Lions um allan heim á  Flickr -vinsælustu myndasíðu á netinu: http://www.flickr.com/photos/lionsclubsorg/
 
Vertu vinur Lions Clubs International á  MySpaceog tengstu öðrum Lionsfélögum og Lionsklúbbum:http://www.myspace.com/lionsclubsorge-Clubhouse
 
Skoðaðu vefsíður Lionsklúbba á e-Clubhouse: http://www.e-clubhouse.org/eclubhouses.php