Friðarveggspjaldakeppni

Friðarveggspjaldakeppni

14.11.2022

Staðan á friðarveggspjaldasamkeppni Lions er þannig að 11 skólar höfðu skilað inn myndverkum þann 10. nóvember, en þá var síðasti skiladagur skólanna til Lionsklúbbanna sem tóku að sér að vera tengiliðir við þá. Nú munu nefndir,á vegum klúbbanna, velja vinningsmyndina í hverjum skóla og í framhaldinu veita nemandanum, sem vinnur, viðurkenningarskjal ásamt því að veita skólanum og öðrum þátttakendum viðurkenningarskjöl. Vinningsmyndin er síðan send á Lionsskrifstofuna fyrir 20. nóvember þar sem dómnefnd á vegum fjölumdæmisins velur vinningsmynd á landsvísu og sendir hana síðan til höfuðstöðva Lions í Oak Brook  til þátttöku í alheimskeppninni. Niðurstöður keppninnar verða svo ljósar í febrúar- mars 2023.

Bestu kveðjur

F.h framkvæmdanefndar Friðarveggspjaldasamkeppni Lions á Íslandi

Hrund Hjaltadóttir Lkl. Fold 109B

Sigríður Gunnarsdóttir  Lkl. Freyja 109A

 

 

 

 

 

 

Sæl öll kæru Lionsfélagar. (frétt 20.09.2021)

Okkur í framkvæmdanefnd Friðarveggspjaldasamkeppni Lions á Íslandi langar að upplýsa ykkur um að nú hafa 14 grunnskólar víðs vegar um landið og jafnmargir Lionsklúbbar, staðfest þátttöku sína í verkefninu. Þema verkefnisins fyrir árið 2021-2022 er "We Are All Connected" eða "Við erum öll tengd".

Á tímum heimsfaraldurs fögnum við öllu sem tengir okkur saman, tengir okkur hvort öðru, samfélaginu og okkur öll, hvar sem við erum í heiminum.

Á þessu ári bjóðum við ungu fólki að sjá fyrir sér, kanna og tjá sig sjónrænt um þessar tengingar. Við viljum taka fram að ennþá er möguleiki fyrir skóla að tilkynna þátttöku.

Skilafrestur á myndunum er 10. nóvember 2021 til þess Lionsklúbbs sem er tengiliður viðkomandi skóla.

Bestu kveðjur

Hrund Hjaltadóttir Lkl. Fold

Jórunn Guðmundsdóttir Lkl. Ýr

 

Til klúbbstjórna starfsárið 2021-2022:
Hér neðar má sjá bréf sem fór á allar klúbbstjórnir í vor með beiðni um þátttöku í þessu skemmtilega verkefni.
10 skólar hafa nú þegar skráð sig til þátttöku en við munum senda bréfið aftur til allra skóla á landinu til að ítreka við þá að taka þátt. Haft verður samband á næstunni við þá klúbba sem eru á því svæði sem skólarnir eru sem hafa nú þegar skráð sig skrá sig.

Upplýsingar/bréfið