Alþjóða hjálparsjóðurinn

Alþjóða hjálparsjóðurinn

Í Campaing 100, alþjóðlegu söfnunarátaki Alþjóðahjálparsjóðsins, Lions Clubs International Foundation er stefnt að því að safna 300 milljón dollurum á „þrem árum“. Iinnan gæsalappa því raunverulega telja öll framlög frá 1. júlí 2017 til 30. júní 2021 með í söfnuninni. Auk þess geta klúbbar sem skuldbinda sig til að greiða ákveðna upphæð fengið frest til 30. júní 2022 til að ljúka við þær skuldbindingar.
Flest erum við að styrkja allskonar líknarfélög, ýmist með föstum mánaðarlegum framlögum, kaupum á happdrættismiðum og með fjölmörgum öðrum leiðum.
Í átakinu er lögð talsverð áhersla á að almennir Lionsfélagar láti ekki sitt eftir liggja bæði hvað varðar hvatningu og einnig með persónulegum framlögum, sem hérlendis er frekar sjaldgæft.
Af hverju styrkjum við ekki okkar eigin hjálparsjóð?
 Sjóð sem vinnur að líknarmálefnum um allan heim í okkar nafni.
 Sjóð sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að þakka megi þann árangur sem náðst hefur í baráttunni geng blindu.
 Sjóð sem er fremstur að öllum í bólusetningu gegn mislingum.
 Sjóð sem oftar en ekki er fyrstur á staðinn með neyðarhjálp vegna náttúruhamfara.
 Sjóð sem setur hverja einustu inn komna krónu í líknarverkefni. Ekkert af söfnunarfé fer í stjórnunar- eða rekstarkostnað.
 Sjóð sem þrisvar sinnum hefur verið tilnefndur til friðarverðlauna Nobels.
 Sjóð sem Financial Times hefur þrisvar sinnum valið besta óháða alþjóðlega hjálparsjóð heimsins.
 Sjóð sem Charity Navigator hefur sjö síðustu árin gefið hæstu einkunn fyrir gegnsæi, góðan rekstur og árangur.
Gamla máltækið „Margt smátt gerir eitt stórt“
Það þarf ekki svo ýkja mikið til að láta gott af sér leiða í gegnum LCIF. Nokkrir íslenskir félagar eru að styrkja sjóðinn með mánaðarlegum framlögum á bilinu 10 – 100 dollara. Auk þess eru nokkrir félagar að styrkja sjóðinn með einu framlagi ári.
Við spyrjum okkur kannski hvort 10 dollarar á mánuði skipti einhverju máli. Svarið er einfalt. Fyrir 10 dollara er hægt að bólusetja 10 börn gegn mislingum og þannig bjarga þeim frá alvarlegum veikindum eð jafnvel ótímabæru andláti. Ef það er svo mánaðarlegt framlag í eitt ár margfaldast árangurinn.
Hverju geta 100 dollarar áorkað.
 Sjónvernd, útvegað 2 aðgerðir við ský á auga.
 Ungmennamálefni, útvegað Lions Quest kennslu efnið fyrir heilan árgang í skóla.
 Sykursýki, útvegað blóðsykursmælingu fyrir 200 manns.
 Mislingar, útvegað bólusetningu gegn mislingum fyrir 100 börn.
 Náttúruhamfarir, útvegað neyðarbúnað fyrir 4 einstaklinga vegna náttúruhamfara.
 Umhverfisvernd, útvegað vatnsbrunn með hreinu vatni til frambúðar fyrir lítið þorp.
 Krabbamein barna, útvegað búnað til að greina krabbamein hjá börnum.
 Hungur, útvegað mat fyrir 14 einstaklinga í 7 daga.
Þetta eru aðeins nokkuð dæmi um það sem hægt er að gera og það væri auðvitað hægt að nefna margt fleira.
Styrktarfélagi.
Nú er orðið mun auðveldara að gerast mánaðarlegur styrktaraðili LCIF á vefsíðunni https://www.lcif.org/EN/support-our-work/members-donate.php
Þar sem hægt er að velja ákveðna upphæð og láta draga af kreditkortinu sínu mánaðarlega.
Einnig eru í boði sérstök styrktarmerki „Lions Share Supporter“.
50$ ein stjarna, 100$ tvær stjörnur og 200$ fyrir þrjár stjörnur.
Merkin eru með ártali og hafa þannig söfnunargildi.
Verum með.
Mest um vert er að sem flestir taki þátt og geri eins vel og þeir sjá sér fært. Jafnvel þó framlögin séu ekki há, þá gera þau gagn. Margt smátt gerir eitt stórt.
Sýnum í verki hve sterk við íslenskir Lionsfélagar raunverulega erum.
Þitt framlag skiptir máli.