Fjölmennt á kynningarfundi hjá Lkl Keflavíkur
8. maí s.l. hélt Lkl. Keflavíkur kynningarfund til öflunar nýrra félaga. Það er ánægjulegt frá því að segja, að fjölmenni var á fundinum, en 41 sátu fundinn. Þessi fundur sýnir að hljómgrunnur er fyrir Lions í Keflavík.