Að halda fundi á Zoom

Meðan COVID herjaði á okkur var nauðsynlegt að breyta til með fundi og halda þá á netinu. Nú getur það verið þægilegur valkostur fyrir margskonar fundi s.s. nefndar- og stjórnarfundi. Margir halda að það sé flókið að halda slíka fundi en það er tiltölulega auðlært. Á þessu námskeiði kennir Halldór Kristjánsson hvernig hægt er að halda fundi með forritinu Zoom og hvernig má stjórna netfundum með árangursríkum hætti.

Þátttakendur fá handbók um Zoom til eignar.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að senda póst á halldor@tv.is, eða hringja í síma 520 9000. Í skráningu skal koma fram Nafn, kennitala þátttakanda, klúbbur, netfang og farsímanúmer.

Einnig er hægt að skrá sig á netinu með því að smella hér.