Lions Quest

Lions Quest var samstarfsverkefni Námsgagnastofnunar og Lionshreyfingarinnar á Íslandi til margra ára. Frá upphafi þess árið 1987 og til ársins 1996 var menntamálaráðuneytið einnig aðili að því. Í verkefninu fólst útgáfa á lífsleikniefninu Að vaxa úr grasiog Að ná tökum á tilverunni auk námskeiðahalds fyrir kennara og aðra sem ætluðu að nýta efnið í kennslu eða á öðrum vettvangi. Í sátt og samlyndier annað Lions Quest námsefni sem einnig tilheyrir verkefninu. Því miður hefur þessu samstarfi Menntamálastofnunnar og Lions nú lokið en í farvatninu er nýtt efni sem vonandi fer af stað með íþróttafélögum á næstunni.

Lions Quest námsefnið er hins vegar notað víða um lönd. Alþjóðahreyfing Lions, Lions Clubs International Foundation, stýrir verkefninu og þróun þess á heimsvísu. Námsefnið er nú notað í meira en 50 löndum og hefur verið þýtt á 30 tungumál sem gerir það að einu mest notaða lífsleikniefni um víða veröld. Meira en 420 þúsund kennarar hafa sótt námskeið til að öðlast réttindi til kennslu efnisins og um 12 milljónir barna og ungmenna hafa notið góðs af vinnu með efnið.

Sögulegt yfirlit

1986 Lionshreyfingin kynnir námsefnið fyrir Framkvæmdanefnd ríkisstjórnarinnar með boði um leyfi til notkunar í íslenskum skólum.

1987 Hafist handa við að þýða og staðfæra efnið.

1988 Fyrsta námskeiðið fyrir kennara á Íslandi og tilraunakennsla hefst í tíu skólum á vegum menntamálaráðuneytisins. Nemendaefnið í tilraunaútgáfu.

1990 Námsefnið Að ná tökum á tilverunni gefið út hjá Námsgagnastofnun.

1994 Námsefnið endurskoðað af teymi grunnskólakennara.

1998 Í sátt og samlyndi gefið út hjá Námsgagnastofnun.

2000 Lions Quest námsefni þýtt á tíu tungumál og kennt í yfir 30 löndum.

2001 Ný og endurbætt útgáfa af Að ná tökum á tilverunni með smásögum í lesbók eftir íslenska höfunda.

2002 Lions Quest námsefni fær mjög jákvætt mat hjá hinni virtu stofnun The Collaborative for Academic, Social and Emotional Learning (CASEL), sbr. Safe and Sound An Educational Leader's Guide to Evidence-Based Social and Emotional Learning Programs. http://www.casel.org/downloads/Safe%20and%20Sound/1A_Safe_&_Sound.pdf

2005 Námsefnið Að vaxa úr grasi fyrir 1. og 2. bekk gefið út.

2007 Námsefnið Að vaxa úr grasi fyrir 3. bekk gefið út.

2008 Að vaxa úr grasi fyrir 4. og 5. bekk gefið út.

2010 Haldin hafa verið 70 námskeið með 1777 þátttakendum.

2011 Lions Quest námsefni þýtt á 30 tungumál og notað í ríflega 50 löndum.

 

Vefslóðir

http://www.lions-quest.org
Vefsíða Alþjóðahreyfingar Lions um Lions Quest

http://www.determittvalg.no/ 
Vefsíða Norðmanna um Lions Quest

http://www.lions-quest.se/ 
Vefsíða Svía um Lions Quest