Alþjóðlegi sjónverndardagurinn er 14. október

Alþjóðlegi sjónverndardagurinn er 14. október næstkomandi. Í tilefni þess verður mikil dagskrá hjá Blindrafélaginu í húsnæði þeirra að Hamrahlíð 17 1. hæð.
Ýmislegt verður á dagskránni hjá þeim sem hefst kl.10:00 með opnu húsi hjá Blindrastofunni sem er 80 ára um þessar mundir.
Það verður síðan samkoma kl.15:00 þar sem á dagskrá eru tvö meginþemu, annars vegar Leiðsöguhundar og Rauða fjöðrin í samstarfi við Lions á Íslandi og hins vegar kynning á rannsóknarverkefni LSH, ,,Rétt greining", sem er um skimun á meinvaldandi genum sem valda arfgengum hrörnunarsjúkdómum í sjónhimnu á Íslandi.
Samstarfssamningur á milli Blindrafélagsins og Lions á Íslandi verður undirritaður að þessu tilefni og mun fjölumdæmisstjóri rita undir þann samning fyrir hönd Lions ásamt því að halda erindi um Lions, Rauðu fjöðrina og samstarfið við Blindrafélagið.
Allir eru velkomnir að heimsækja Blindrafélagið þennan dag og hvet ég lionsmenn til að mæta á samkomuna sem hefst kl.15:00.
Fjölumdæmisstjóri
Þorkell Cýrusson