Framboð til embætta í fjölumdæmi og fyrir umdæmisstjóra, 1. og 2. vara umdæmisstjóra fyrir starfsárið 2021-2022

Framboð til embætta í fjölumdæmi og fyrir umdæmisstjóra, 1. og 2. vara umdæmisstjóra fyrir starfsári…

Í samræmi við starfsreglur og lög fjölumdæmis 109 vill fjölumdæmisráð koma eftirfarandi á framfæri til allra Lionsfélaga:

Fjölumdæmis- og umdæmisþing, þau 66. verða haldin á Akureyri dagana 14. og 15. maí 2021.
Framboð til embætta og tillögur skal taka fyrir á fjölumdæmis og umdæmisþingum 2021.
Frestur til að skila inn tillögum um breytingar á lögum og um mál sem leggja á fyrir þingin er samkvæmt lögum fjölumdæmis 109 .


1). Mál og / eða tillögur sem klúbbur og/eða klúbbar óska eftir að séu rædd á umdæmisþingi / þingi fjölumdæmisráðs skulu póstleggjast umdæmisstjóra / fjölumdæmisstjóra eigi síðar en 45 dögum fyrir umdæmisþing / þingi fjölumdæmisráðs.
(Síðasti skiladagur fyrir 66. Lionsþing er því 30. mars 2021).
Fjölumdæmisráð / umdæmisstjórnir fjalla um slíkar tillögur og gefa þeim álit.


2). Tillögur um framboð til embætta umdæmisstjóra, fyrsta og annars vara umdæmisstjóra fyrir starfsárið 2021 – 2022 skal senda kjörnefndum fyrir 15. febrúar 2021. Kjörgengi til embættis umdæmisstjóra hefur fyrsti varaumdæmisstjóri, kjörgengi til embættis fyrsta varaumdæmisstjóra hefur annar varaumdæmisstjóri.
Um kjörgengi til embættis annars varaumdæmisstjóra segir í lögum Fjölumdæmis 109: Sá einstaklingur skal vera:
     a) Starfandi Lionsfélagi og hafa staðið í skilum við klúbb sinn, enda sé klúbburinn einnig skuldlaus við Alþjóðasambandið og fjölumdæmi 109.
     b) Hafa tryggt sér stuðning síns klúbbs eða meiri hluta klúbba síns umdæmis.
     c) Hafa lokið eða verið að ljúka embætti sem formaður Lionsklúbbs og hafa setið í stjórn Lionsklúbbs í a.m.k. tvö önnur ár.
     d) Hafa lokið eða verið að ljúka embætti (svæðisstjóri, gjaldkeri/ritari) í umdæmisstjórn.
     e) Ekki má gegna ofangreindum embættum (c og d) samtímis nema til komi undanþága frá Alþjóðastjórn.


3). Tillögur um framboð til embættis fjölumdæmisstjóra fyrir starfsárið 2021 – 2022 og embættis vara fjölumdæmisstjóra fyrir starfsárið 2021 – 2022 skal senda fjölumdæmisritara fyrir 15. febrúar 2021. Þeir einir eru kjörgengir til embættis fjölumdæmisstjóra sem hafa gegnt embætti vara fjölumdæmisstjóra og til embættis vara fjölumdæmisstjóra sem gengt hafa embætti umdæmisstjóra.


4). Á umdæmis og þingi fjölumdæmisráðs á Akureyri verður:
     a) Kosið í embætti umdæmisstjóra 109 A og 109 B starfsárið 2021 – 2022.
     b) Kosið í embætti fyrsta og annars varaumdæmisstjóra 109 A og 109 B starfsárið 2021 – 2022.
     c) Kosið í embætti fjölumdæmisstjóra starfsárið 2021 – 2022.
     d) Kosið í embætti vara fjölumdæmisstjóra starfsárið 2021 – 2022.


Einnig þarf að kjósa eða skipa í eftirtalin embætti fjölumdæmisráðs með framboðsfresti til 15. febrúar 2021:
     e) GLT stjóri 2021 – 2022.
     f) GMT stjóri 2021 – 2022.
     g) GMT konur í Lions 2021 – 2022.
     h) GST stjóri 2021 – 2022.
     i) LCIF stjóri 2021 – 2024.
     j) Medic Alert stjóri 2021 – 2024.
     k) Formaður Laganefndar 2021 – 2024.


Embætti sem þarf að kjósa um á þingi fjölumdæmisráðs en falla ekki undir framboðsfrest:
     l) Fjölumdæmisritari til eins árs,
     m) Fjölumdæmisgjaldkeri til eins árs,
     n) Tveggja skoðunarmanna reikninga og tveggja til vara til eins árs.
     o) Aðrir þeir embættismenn sem ráðið telur nauðsynlega og skulu kosnir árlega.
Embætti í liðum 4e – 4o eru án skilyrða og opin öllum áhugasömum Lionsfélögum.


Kópavogur 26.nóvember 2020
Björn Guðmundsson Fjölumdæmisstjóri 2020 – 2021
Jónas Yngvi Ásgrímsson Umdæmisstjóri 109 A 2020 – 2021
Anna F. Blöndal settur Umdæmisstjóri 109 B 2020- 2021