Lions jóladagatölin komin í sölu

Lions jóladagatölin komin í sölu

Þessi vinsælu jóladagatöl (með tannkremstúpunni) hafa um árabil verið til sölu á vegum Lionsklúbba víða um land.  Ágóði sölunnar rennur ávallt óskertur til ýmissa góðgerða og samfélagsmála hvort sem er á heimaslóð, á landsvísu eða úti í heimi.

Hér á lions.is má auðveldlega kynna sér markmið og starf Lionshreyfingarinnar.  Vakni áhugi einhverra til að taka þátt í þessu þroskandi og gefandi starfi þá er einfalt að hafa samband við einstaka klúbba eða skrifstofu Lions með hjálp síðunnar.