Svæðisstjóranámskeið

Á námskeiðinu er fjallað um hlutverk og ábyrgð svæðisstjóra og gefin hagnýt ráð um það sem mestu skiptir, skipulagningu, samskipti, markmiðasetningu og úrlausn vandamála sem upp kunna að koma. Farið verður yfir greiningu á stöðu klúbba og úrræði sem svæðisstjórinn hefur til að hjálpa klúbbunum. Námskeiðið er til upprifjunar og áherslu að þessu sinni.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að senda póst á GLT@lions.is, eða hringja í síma 898 3566.

Í skráningu skal koma fram: Nafn, kennitala þátttakanda, klúbbur, netfang og farsímanúmer.

Einnig er hægt að skrá sig á netinu með því að smella hér.