Nóvember vitundar- vakning um sykursýki

Kæru Lions félagar 

Sykursýkisverkefni

Nú er orðið ljóst að ekki er hægt að fara í sykursýkismælingar fyrir áramót eins og við höfum gert undanfarin ár. Við færum þær fram á vor ef aðstæður leyfa þá. 

Við hvetjum klúbba til þess að nota samt sem áður nóvember til þess að vekja athygli á þessum útbreidda sjúkdómi með hreyfiverkefnum, upplýsingum á samfélagsmiðlum og öðrum þeim leiðum sem finnast, allt eftir aðstæðum á hverjum stað.

Formenn klúbba hafa fengið í tölvupósti myndir sem við ætlum að hvetja félaga í klúbbum að birta hjá sér á Facebook í Nóvember.

Menn ráða hvaða mynd menn birta á hverjum degi nema að 14. Nóvember þá eiga allir að birt myndina með „Nóvember 14“

Berum út boðaskapinn og gerum nóvember fallega bláan.

Framkvæmd hreyfiverkefna getur verið einfaldur göngutúr en reynið að virða allar gildandi sóttvarnar-reglur. Sem dæmi þá er eðlilegt að hjón sem Arka sé þátttaka í verkefninu. Gaman væri að fá sögur og myndir sendar, jafnvel þótt þið séuð ein eða tvö saman. Virknin er það sem skiptir máli og koma því á framfæri. Hvetjum alla innan eða utan Lions til hreyfingar en innan þeirra marka sem ástandið leyfir okkur.

Verkefnateymið sendir með í þessum tölvupósti myndir sem við biðjum ykkur að dreifa á samfélagsmiðlum til þess að vekja athygli á sykursýki og forvörnum. Einnig er þarna mynd/bakborði sem hægt er að setja sem bakgrunns mynd, hvort sem er hjá klúbbum eða einstaklingum. Þetta er líka hægt að nálgast á síðunni okkar: LIONS MÁL á facebook.

Við hvetjum alla Lions félaga til þess að dreifa þessu sem víðast. 

Eins er grein eftir hana Júlíu Matthildi Brynjólfsdóttur í viðhengi tölvupóstsins sem við óskum eftir að klúbbar reyni að fá birta í bæjar og héraðsfréttablöðum síns héraðs.

Ef einhverjar spurningar koma upp eða aðstoðar er þörf þá vinsamlega hafið samband.

Með góðri kveðju;

Bjarni H. Ásbjörnsson verkefnafulltrúi A umdæmis, netfang: bjarni@kilhraun.is

Sigþór Sigurðsson verkefnafulltrúi B umdæmis, netfang: hjallakot@gmail.com

Björg Bára Halldórsdóttir verkefnastjóri fjölumdæmis, netfang: bjorgbarah@gmail.com