Fjölumdæmisþing haldið á Akureyri

Lionsþingið 2023 verður haldið á Akureyri 19. og 20. maí. Tekin hafa verið frá hótelherbergi á Hótel KEA og Hótel Kjarnalundi. Nú þegar hefur gengið á þann fjölda svo Lionsfólk er hvatt til að tryggja sér gistingu sem allra fyrst ef það ætlar að dvelja á öðru hvoru þessara hótela. Þess utan eru fjölmargir gistimöguleikar svo sem orlofsíbúðir og þessháttar.
Dagskráin er að verða tilbúin og mikið er um allskonar afþreyingu á svæðinu. Að venju verður boðið upp á makaferð. Búið er að opna fyrir skráningu á www.lions.is.
Skráningargjald hefur verið lækkað úr kr. 13.000 í kr. 5.000,- svo það ætti að vera hvetjandi fyrir Lionsfólk að mæta á þingið.
Þinginu lýkur svo með Lionshátíð sem opin er fyrir allt Lionsfólk þó það hafi ekki skráð sig sem þingfulltrúa. Auk þess er kynningarkvöldið opið fyrir alla.