Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Umhverfismál nóvember 2025 – Birkifræsöfnun allt til miðjan desember.
Kæru Lionsfélagar.
Dagur íslenskrar náttúru er 16.september en of snemmt var þetta haustið að hefja söfnun á þeim degi. Nú er formlegi dagur birkifræsöfnunar afstaðinn, hann var 30.september síðastliðinn.
Enn hægt að tína rekla / birkifræ.
Við hvetjum klúbba áfram til að tína birkifræ, hægt er að finna þau allt fram undir miðjan desember, eða svo lengi sem þau hanga á trjánum. Mikilvægt er að þurrka fræin, dreifa úr þeim á dagblað og hafa í nokkra daga áður en þau eru sett í söfnunarkassa eða bréfpoka. Hvert sendum við fræin frá okkur: Hægt er að fara með til næsta skógræktarfélags í nærumhverfi eða senda í pósti til Skógræktarfélag Kópavogs sem greiðir fyrir sendingarkostnað. Hvetjum ykkur til að setja inn upplýsingar á Facebook síðu klúbba ykkar. Einnig er umhverfisstjóri tilbúinn að taka við upplýsingum og myndum frá ykkur.
Klúbbar sem hófu birkifræsöfnun þetta misserið:
30.september voru Lkl Grindavíkur, Lkl. Mosfellsbæjar og Lkl. Úa í Mosfellsbæ fyrir valinu. Hvet klúbba fyrir næsta starfsár að skoða hjá sér hvort þeir séu ekki tilbúnir til að vera með og starta söfnun birkifræja. Það fer eftir hvaða svæði er valið hversu gefandi birkitrén eru og því við hvaða klúbba verður haft samband. Í haust eins og áður var þó nokkur undirbúningur í samráði við Kristinn H. Þorsteinsson verkefnastjóra birkifræsöfnun og sáning sem vinnur hjá Skógræktarfélagi Kópavogs. Hann er ráðgjafi okkar í umhverfisnefndinni með þetta verkefni. Sérlega gott að leita til fagmanns sem er boðinn og búinn að fræða og miðla. M.a. reklar á birkitrjám innihalda birkifræ og kvennreklar eru tíndir á haustin og fram eftir vetri, karlreklarnir ekki tína þá! Þeir genga hlutverki við að undirbúa sig fyrir að frjóvgun kvennrekla næsta sumar.
birkiskogur@gmail.com hjá Kristni H. Þorsteinssyni Skógræktarfélagi Kópavogs.
Fh. umhverfisnefndar hjá Lions
Dagný S. Finnsdóttir
Umhverfisstjóri hjá Lions MD 109.
Félagi í Lkl. Úa í Mosfellsbæ.
dsf@simnet.is