VILT ÞÚ VERÐA FÉLAGI Í LIONS? Lionsklúbbur Kópavogs stefnir að því að stofan nýjan klúbb í Kópavogi

Félagar í Lions
Félagar í Lions

Ætlunin er að í klúbbnum verði blandaður hópur fólks á öllum aldri, óháð kyni.

Klúbburinn mun ákveða sjálfur hvaða verkefni hann tekur að sér en eftirfarandi eru dæmi um verkefni:

  1. Skógræktarverkefni, eins og birkifræsöfnun og gróðursetning.
  2. Stuðningur við aldraða og aðstoð við fólk sem býr við einsemd.
  3. Aðstoð við hjálparstarf í útlöndum, svo sem á svæðum með náttúruhamförum og stríði. Þá oftast í gegnum Alþjóðahjálparsjóð Lions.
  4. Samkomur af ýmsu tagi til fjáröflunar.

Megin áhersla verður lögð á skemmtilegt félagsstarf, þar sem gleði og vinátta er styrkt og fjölskyldan tekur þátt. Lions á Íslandi býður upp á margvísleg námskeið og þjálfun sem nýtist í félagsstarfi.

Klúbbfélagar hittast einu sinni eða tvisvar í mánuði og þá eru oft dagskrárliðir með fræðslu.  Sumir klúbbar eru með veftengingar inn á fundina svo félagarnir geti tekið þátt á netinu.

Fyrsti kynningarfundur verður haldinn í Lionsheimilinu Hlíðasmára 14, fimmtudaginn 16. mars kl. 20.00