Verkefni Lions: Lions Quest

Verkefni Lions: Lions Quest

Lions Quest var samstarfsverkefni Námsgagnastofnunar og Lionshreyfingarinnar á Íslandi til margra ára. Frá upphafi þess árið 1987 og til ársins 1996 var menntamálaráðuneytið einnig aðili að því. Í verkefninu fólst útgáfa á lífsleikniefninu Að vaxa úr grasiog Að ná tökum á tilverunni auk námskeiðahalds fyrir kennara og aðra sem ætluðu að nýta efnið í kennslu eða á öðrum vettvangi. Í sátt og samlyndier annað Lions Quest námsefni sem einnig tilheyrir verkefninu. Því miður hefur þessu samstarfi Menntamálastofnunnar og Lions nú lokið en í farvatninu er nýtt efni sem vonandi fer af stað með íþróttafélögum á næstunni.

Lions Quest námsefnið er hins vegar notað víða um lönd. Alþjóðahreyfing Lions, Lions Clubs International Foundation, stýrir verkefninu og þróun þess á heimsvísu. Námsefnið er nú notað í meira en 50 löndum og hefur verið þýtt á 30 tungumál sem gerir það að einu mest notaða lífsleikniefni um víða veröld. Meira en 420 þúsund kennarar hafa sótt námskeið til að öðlast réttindi til kennslu efnisins og um 12 milljónir barna og ungmenna hafa notið góðs af vinnu með efnið.