Umdæmisstjóri 109 A Þóra Bjarney Guðmundsdóttir

9. október var formannafundur í Lionssalnum, þessi fundur var bæði staðarfundur og netfundur, það va…
9. október var formannafundur í Lionssalnum, þessi fundur var bæði staðarfundur og netfundur, það var mjög vel mætt í sal og 10 manns á zoom.

Kæru Lionsfélagar

Mikið var gott að byrja starfið í haust laus við covid, allir klúbbar komu með miklum eldmóði til starfa, tóku  inn nýja félaga, héldu vegleg fjáröflunar kvöld, þeir fóru í haustferðir sem ekki komust í vorferðir. Svæðisfundir hafa verið á flestum svæðum og vel sóttir. Markmið mitt var aðalega innviðirnir, klúbbastarfið og félagalíðan. Allir komu vel undan Covid og vonum við svo sannarlega að þetta trufli okkur ekki mikið í starfinu í vetur.

Ég hef verið að heimsækja klúbba og er það skemmtilegi þátturinn í að vera svæðisstjóri eða umdæmisstjóri. Það er aðdáunarvert að sjá og heyra hvað klúbbar eru að gera til að efla hreyfinguna og styrkja hin ýmsu málefni og þá sem minna mega sín með þvílíkum eldmóði og krafti að maður fyllist miklu stolti að vera þátttakandi í svona starfi. Það er akkúrat fyrir þessar skemmtilegu og fræðandi heimsóknir sem ég sagði já.

Ég vil þakka þeim klúbbum sem ég hef þegar heimsótt fyrir ánægjulegar og hlýjar móttökur, ég hlakka til að hitta hina sem eftir eru, sjáumst á nýju ári.

2. október var haldin svæðisstjórafundur í Lionssalnum, mjög vel sóttur fundur og skemmtilegur þar sem var farið yfir starf svæðisstjóra. Þarna voru allir fulltrúar í umdæminu og miðluðu verkefnum, námsefni, fræðslu og félagamálin. Einnig voru kynnt LCIF verkefni, framtíðarnefnd og þingið sem verður haldið í  vor í Hveragerði. Kristín Þorfinnsdóttir skrifaði ítarlega fundargerð sem var send til allra svæðisstjóra og annarra fundarmanna ásamt glærum sem fylgdu hverju málefni.

9. október var formannafundur í Lionssalnum, þessi fundur var bæði staðarfundur og netfundur, það var mjög vel mætt í sal og 10 manns á zoom. Farið var yfir umdæmis- og klúbbastarfið, skýrsluskil, félagamál, fræðslu, verkefni, framtíðarnefnd, ásamt LCIF alþjóða hjálparsjóð, sykursýkismælingar, ungmennabúðir, rauða fjöður og NSR þing sem verður hér í janúar. Formenn sögðu frá klúbbum sínum hvað þeir væru að gera í verkefnamálum, fjölgun félaga og ýmislegt annað skemmtilegt, virkilega áhugasamt að hlusta.

Af 50 klúbbum í 109 A eru flestir í mjög góðum málum og krafturinn og gleðin mjög ásjáanleg, nokkrir klúbbar eru að glíma við háan aldur en eru virkilega að gera skemmtilegt fyrir sig og sína.

Fundargerð formannafundar var send á alla formenn ásamt fylgiskjölum og ég skora á formenn að kynna/ lesa fundargerðina fyrir klúbbfélögum því þannig fylgjast félagar með hvað er að gerast í LIONS.

Þar sem þetta er síðasta blað fyrir jól og starfið okkar hálfnað þá óska ég ykkur öllum kæru Lions félagar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, ég hlakka til endurfundanna á árinu 2022 og vona að við getum haldið ótrauð áfram okkar fallega starfi.

Þóra Bjarney Guðmundsdóttir umdæmisstjóri 109 A.