Umdæmi 109B

Þorkell CýrussonPistill umdæmisstjóra 109B á Lionsvefinn.

Þorkell Cýrusson umdæmisstjóri

Nóvemberpistill umdæmisstjóra 109B

Ágætu lionsfélagar það er nokkuð síðan ég skrifaði grein á lions.is en nú er kominn tími til að breyta því. Þeir miðlar sem ég nota eru nokkrir til dæmis hef ég skrifað í öll þau lionsblöð sem hafa komið út á þessu starfsári og stefni ég að því að skrifa í þau öll. Eins hef ég nýtt facebooksíðu umdæmis 109B og sett reglulega hugleiðingar þangað inn sem ég hvet alla til að lesa.

Nú er nóvembermánuður hálfnaður og þegar þetta er skrifað eru margir klúbbar í B umdæminu búnir að standa fyrir sykurmælingum fyrir gesti og gangandi sem er mjög gott. Það var eitt að markmiðum mínum að fjölga klúbbum í B umdæminu sem standa fyrir gjaldfrjálsum sykurmælingum á eða í kringum alþjóðasykursýkisdaginn sem var 14. nóvember. Mér sýnist nokkuð vel hafa til tekist og er ég stoltur af því hversu klúbbar í umdæminu tóku vel í þessa beiðni mína og vonandi er þetta komið til að vera. Sykursýki er vágestur sem liggur í leyni hjá mörgum Íslendingum og getur haft slæm áhrif á heilsu okkar ef ekkert er að gert til að vinna á henni. Það er talið að 2 af hverjum 3 sem eru með sykursýki (týpu 2) gangi með hana án þess að vita af því. Í þessu sambandi er gott að benda ykkur ágætu lesendur að margir þeir sem eru með sykursýki ganga með Medic Alert armband/hálsmen sem lýsir hvað hrjáir þig sem getur skipt máli komi eitthvað upp hjá okkur. Þá geta heilbrigðisaðilar brugðist rétt við því að á armabandinu kemur fram hvað hrjáir okkur hvort sem það er sykursýki, ofnæmi, flogaveiki o.s.frv. og þess vegna er því hægt að bregðast rétt við frá fyrstu mínútu. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur þetta armband og hvað það getur gert fyrir okkur. Upplýsingar um Medic Alert armbandið/hálsmenið er hægt að finna í bæklingum sem finna má á flestum heilsugæslustöðvum og eins á heimasíðu Medic Alert, medicalert.is.

Þorkell Cýrusson
umdæmisstrjóri 109B

Ágætu lionsfélagar, þá er ágúst að verða búinn og væntanlega einhverjir farnir að skipuleggja vetrarstarfið og sumir kannski þegar byrjaðir að funda. Það er einlæg ósk mín að starfið hjá okkur öllum verði gott og skili okkur sterkari og betri lionsklúbbum í lok starfsárs. Mikið hefur verið rætt um fjölgun í hreyfingunni undanfarin ár, ég veit að við munum fjölga félögum eins og við höfum alltaf gert en ég legg á það áherslu að við höldum vel utan um þá félaga sem eru nú þegar í hreyfingunni og reynum þannig að stoppa brottfallið. Því það er staðreynd að þrátt fyrir að við náum inn nýjum félögum þá fækkar okkur samt á hverju ári. Við þurfum því að fara að skoða klúbbastarfið innan frá og breyta ef við teljum það það hafi áhrif til hins betra og athuga hvort við getum ekki þannig stöðvað þessa þróun. Ekki er gott að vita hvað það er í raun sem veldur þessari þróun, sumir halda því fram að við höfum ekki haldið í þróun í nútímasamfélögum og verðum því undir í samkeppni við gott fólk þegar kemur að fjölgun. Lionshreyfingin eru líknarsamtök og okkar markmið er að koma til aðstoðar þar sem þörf er fyrir starfskrafta okkar. Að mínu mati er það ekki töfralausn að klúbbar séu nútímavæddir eða ekki í það minnsta þegar kemur að markmiðum okkar. Það er svo annað mál hvort að starfsemi í hinum ýmsu klúbbum sé orðið þreytt og þurfi endurskoðunar. Ég skora á alla lionsmenn að skoða fundi hjá sér og hvort ekki sé möguleiki að gera hlutina aðeins öðruvísi og auka þannig fjölbreytni svo fleiri verði ánægðir og hlakki til að koma á fundi en líti ekki á það sem kvöð. Það má benda á að hjá lionshreyfingunni er boðið upp á ýmsar leiðir fyrir klúbba til að bæta innra starfið, eins og t.d. BTB námsefnið sem að miðast við að þjappa klúbbfélögum betur saman og halda utanum klúbbinn og klúbbstarfið. Ég skora á ykkur ágætu félagar að kanna þennan möguleika vel. Þó að fundarformi verði breytt á einhvern hátt kemur það ekki niður á markmiðum okkar að vinna að líknarmálum. Þetta er í mjög góðu lagi víða því í mörgum klúbbum er raunfjölgun á hverju ári en í öðrum fækkar eða fjöldi stendur í stað og þar þurfum við að vera á verði.

 Þorkell Cýrusson
umdæmisstjóri 109 B

Ágætu lionsfélagar,

þá er nýtt starfsár hjá Lions hafið samkvæmt lionárinu hófst það formlega 1. júlí. Við hjónin erum nýkomin heim af Alþjóðaþingi Lionshreyfingar sem haldið var í Hamborg Þýskalandi 1. til 10. júlí síðastliðinn að þessu sinni. Það er óhætt að segja að það hafi verið mikil upplifun að sitja þetta þing og kynnast öllum þeim ólíku fulltrúum frá löndum allsstaðar úr veröldinni. Ekki má svo gleyma þeim skólum sem við sátum til að læra að takast á við þetta starf sem ég hef nú tekið við sem er ærið. Bandaríkjamaðurinn Wayne Madden lét af embætti sem alþjóðaforseti og tók Barry Palmer frá Ástralíu við af honum. Kjörorð Barry Palmer er ,,Follow your Dream“ og mun ég kynna betur fyrir ykkur kæru lionsmenn hans hugsun þegar ég eða fulltrúar mínir koma til ykkar í heimsókn á starfsárinu. Já, þið lásuð rétt við umdæmsstjórarnir (í A og B) förum ekki til allra klúbba á okkar svæði heldur munu fyrsti og annar vara umdæmisstjóri fara í nokkrar heimsóknir. Barry Palmer vill að þessu verði skipt á milli þessara þriggja og munum við byrja á þessu, hvort við förum alveg nákvæmlega eftir skipun Barry Palmer fyrsta árið sem þetta er tekið upp verður að koma í ljós.

Thorkell_i_HamborgUmdæmisstjóri í umdæmi 109B Þorkell Cýrusson og kona hans Sigfríð Andradóttir. Myndin er tekin á alþjóðaþinginu í Hamborg.

Ég vona að sumarið verði ykkur öllum hliðhollt og ég hlakka til að hitta ykkur sem flest í vetur.

Þorkell Cýrusson,
umdæmisstjóri 109 B