Trjáplöntun hjá Lionsklúbbunum Ösp og Hæng á Akureyri.

Trjáplöntun hjá Lionsklúbbunum Ösp og Hæng á Akureyri.
Nú fer sumri að halla og vetrarstarfssemi okkar Lionsfólks fer að taka við á næstu vikum. Við finnum fyrir því að haustið er handan við hornið þegar hitinn á norðurlandi er að detta niður undir 20 gráður á celsius. Þegar svo er komið er rétt að huga að síðustu sumarverkefnunum hjá okkur Lionsfólki.
Það gerðu konur úr Lionsklúbbnum Ösp á Akureyri. Þær mættu galvaskar, ásamt félögum úr Lionsklúbbnum Hæng, upp í Hængsskóg á Glerárdal við Akureyri og plöntuðu 500 plöntum í blíðskaparveðri. Okkur Lionsfólki er svo sannarlega umhugað um okkar nánasta umhverfi og skógrækt er mikilvægur þáttur í starfinu. Það var góður andi í hópnum sem var ekki lengi að koma þessum plöntum í góðan jarðveg.
Við leggjum lið.