Svæðisfundur á svæði 4 í umdæmi 109A

Guðríður svæðisstjóri og Magnús Lions Quest fulltrúi hafa boðið fulltrúum skóla að mæta á þennan fund til þess að kynna sér Lions Quest efnið okkar.

Mæting kl. 12.oo,  28.september í Eldhúsinu , Tryggvagötu 40, Selfossi. ( við hliðina á verlsuninni Samkaup )
Við byrjum á því að fá okkur rjómalagaða súpu með brauði og kaffi á eftir.
Kostar kr. 1.350.oo pr. mann.

Kl. 12.30 Svæðisfundur

 Dagsskrá fundarins:

  1. Fundur settur.
  2. Fulltrúar Lionsklúbbanna kynna sig
  3. Kynning á Lions Quest – Magnús J. Magnússon.
  4. Magnús J. Magnússon svarar fyrirspurnum
  5. 10 mín. hlé
  6. Fréttir og markmið klúbbanna á svæðinu.
  7. Önnur Lionsmál
  8. Næsti fundur
  9. Fundarslit.

Með góðri kveðju
Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir
Svæðisstjóri á svæði 4 109A

Lionskl. Emblu

Hvað er Lions Quest?

Lions Quest er námsefni í lífsleikni þar sem megináhersla er á að efla félags-, siðferðis- og tilfinningaþroska barna og unglinga á markvissan og heildstæðan hátt. Áhersla er einnig á heilbrigða lífshætti og velferð
Hugsjónir og markmið Lions Quest

  • Að skapa námssamfélag sem einkennist af virðingu

  • Að kenna félags- og tilfinningalega færni

  • Að stuðla að heilbrigðum lífsstíl og velferð

  • Að stuðla að siðferðis- og borgaravitund og námsverkefni í sjálfboðavinnu

  • Að styrkja tengsl ungs fólks við fjölskylduna, jafnaldra, skólann og samfélagið

Máli skiptir að þetta efni sé kennt frá 1. bekk til 9./10. bekkjar. Til að geta kennt þetta þarf að fara á námskeið sem Aldís Ingvadóttir sér um. Lionsmenn verða að geta svarað fyrirspurnum varðandi  Lion Quest.

Gerum LION QUEST að gildandi lífsleikniefni í þínum grunnskóla!

Magnús J. Magnússon
Lion Quest fulltrúi í 109 A

Lion Quest stjóri í fjölumdæmi 109