Svæðisfundur á svæði 4 109 A haldinn á Selfossi 29. Mars

Þriðji svæðisfundurinn var haldinn þann 29. Mars

Mæting var góð og góður gangur í klúbbastarfinu á svæðinu, fjölbreytt og fræðandi verkefni.

Ánægjulegustu fréttirnar voru um hinn nýja klúbb sem var svo stofnaður þann 31. Mars Lionsklúbburinn Dynkur.    Bjóðum við öllum þessum glæsilegu nýju lionsfélögum velkomna í hópinn okkar á svæði 4.

Við fengum Njál Pálsson bráðatækni og sjúkraflutningamenn til að sýna okkur og segja frá hvernig Lucas hjartahnoðtækið virkar.

Embla_svf_1
Njáll Pálsson bráðatæknir kynnir okkur fyrir Lucasi – hjartahnoðtæki sem Lionsklúbbar á svæði 4 ætla að fjármagna.

Klúbbarnir á svæðinu eru að vinna í fjáröflun til kaupa á slíku tæki fyrir sjúkraflutningamennina okkar.

Gunnar Sverrisson, varasvæðisstjóri mætti á fundinn og kynnti sig.

Ánægjulegur fundur í alla staði og við lionsfélagar á svæði númer 4 þökkum Guðríði Þ. Valgeirsdóttur fyrir gott starf í vetur.

Embla_svf_2
Guðríður Valgeirsdóttir svæðisstjóri og Kristín Þorfinnsdóttir ritari svæðisstjóra báðar úr Lkl. Emblu

Embla_svf_3
Sjúkraflutningafólkið okkar.

Embla_svf_4
Anna María og Steinunn Lkl. Eden í Hveragerði

Embla_svf_5 Ingibjörg formaður Lkl. Emblu
Embla_svf_6 Anna María formaður Lkl. Eden
Embla_svf_7 Hannes Stefánsson formaður Lkl. Selfoss
Embla_svf_8 Örn Erlendsson formaður Lkl. Geysir
Embla_svf_9 Axel Wolfram formaður Lkl. Hveragerðis
Embla_svf_x1 Gunnar Sverrisson varasvæðisstjóri, Lkl. Geysi
Embla_svf_x
Kristinn G. Kristjánsson Lkl. Hveragerðis fyrrv. fjölumdæmisstjóri og Anna María Lkl. Edens