Skötuveisla Lionsklúbbs Álftaness

Skötuveisla Lionsklúbbs Álftaness

Ágætu velunnarar, 

hin árlega Skötuveisla Lionsklúbbs Álftaness  verður að venju haldin á Þorláksmessu á milli  kl. 11 og 20, í íþróttasal Íþróttamiðstöðvar Álftaness. 

Boðið verður upp á skötu, tindabikkju og saltfisk  á sama góða verðinu og áður, aðeins 4.000 kr.  fyrir fullorðna og 1.500 kr. fyrir 12 ára og yngri. 

Borða pantanir fyrir hópa, við bjóðum upp á 12 manna borð,  pantanir í síma 8945190 eða johann63jonsson@gmail.com

Allur ágóði rennur til líknarmála