Síldarvinnsla 17.nóv 2013.

Árni ræsti út í síldarvinnslu  kl 13,00 rokið af stað austur í Kelduhverfi og hafist handa við að marinera síld,  6 félagar úr klúbbnum  og einn leiðbeinandi voru við störf fram eftir degi og gengum frá 180 fötum sem væntanlega verða orðnar góðar eftir 7-10 daga og þá kemur í ljós hvernig til tókst. Hér að neðan má sjá hvað menn skemmtu sér vel við verkið, eins og lagt var upp með, að vinna að Lionsverkefnum er ekkert nema gaman og þannig verður Lionsstarfið að vera.

Husavik_1
Geirfinnur stjórnar verkinu og Hlífar verður að hlíta því

Husavik_2
Birgir og Magnús klárir á vigtina. 

Husavik_3
Bárður sér um löginn,

Husavik_4
Það þarf boxara eins og Þráinn til  að  koma  lokinu á.

Husavik_5
Árni þrífur dósirnar og leiðist það ekkert.        .