Sameiginlegur ráðsfundur fjölumdæmis og umdæmisstjórna 109A og 109B

Sameiginlegur ráðsfundur fjölumdæmis og umdæmisstjórna 109A og 109B
Fjölumdæmisstjórn býður félögum í báðum umdæmum að vera áheyrnarfulltrúar á sameiginlegum ráðsfundi fjölumdæmis og umdæmisstjórna 109A og 109B sem hefst laugardaginn 5. febrúar kl. 9:00 á netinu. Meðal efnis er erindi skógræktarstjóra, Þrastar Eysteinssonar, um skógrækt og erindi Halldórs Kristjánssonar um tækifæri og áskoranir Lions í sýndarheimum, en báðir þessi fyrirlesarar héldu þessi erindi á nýliðnum ársfundi NSR (Norræna Samstarfs Ráðið). Þeir sem vilja fylgjast með fundinum eru beðnir að skrá sig með því að smella á tengilinn sem finna má með fréttinni inni á LIONS MÁL á facebook, til að skrá sig. Dagskrá fundarins er á skráningarsíðunni. Tengill á fundinn sjálfan verður sendur út á föstudaginn.