Nýtt tæki flýtir fyrir bata

Vidarr2013_lHópur félagsmanna í Lionsklúbbnum Víðarr afhenti gjöfina formlega á hjarta- og lungnaskurðlækningadeild 12 E.

Lionsklúbburinn Víðarr færði á dögunum legudeild hjarta- og lungnaskurðdeildar 12E á Landspítala Hringbraut að gjöf færanlegt rafmagns-brjóstholsdren af nýjustu gerð. Brjóstholsdren af þeirri tegund sem nú var gefið er með hleðslurafhlöðu sem gerir sjúklingum kleift að komast fyrr á fætur en ella og flýtir þannig fyrir bata. 

Á deildinni liggja sjúklingar eftir stórar hjarta- og brjóstholsskurðaðgerðir eða brjóstholsáverka. Stór hluti sjúklinganna fær brjóstholsdren og eru svona tæki því stöðugt í notkun.

Hópur félagsmanna í Lionsklúbbnum Víðarr afhenti gjöfina formlega á hjarta- og lungnaskurðlækningadeild 12 E þriðjudaginn 4. júní 2013 og var kært þakkaður höfðingsskapurinn. Heildarverðmæti tækisins er um sex hundruð þúsund krónur.

Sjá Mbl.is  >>>>>>