Nýtt starfsár að hefjast hjá Lionsklúbbi Hveragerðis

Afhending bílsstóla til Rauða Krossins.
Afhending bílsstóla til Rauða Krossins.

Lionsklúbbur Hveragerðis er nú að hefja nýtt starfsár 2017-2018. Ný stjórn tekur nú við en formaður hennar er Birgir S. Birgisson, ritari er Vilmundur Kristjánsson og gjaldkeri er Kristján E. Jónsson. Það er von þessarar stjórnar að þetta starfsár verði jafn gæfuríkt og það seinasta. Stjórn seinasta starfsárs var; Daði Ingimundarson formaður, Guðmundur Guðmundsson ritari og Kristján E. Jónsson gjaldkeri.

Seinasta starfsár var viðburðaríkt. Fundir voru haldnir tvisvar í mánuði þar sem fræðst er um ýmis málefni, borðað saman og stundum grillað saman, farið í fyrirtæki, tekið á móti gestum, fyrirlestrar haldnir, ferðast var saman og margt annað skemmtilegt var brallað.  Má meðal annars nefna að Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðis heimsótti okkur, við vorum með blóðsykursmælingar í samstarfi við Lkl Eden í Sunnumörk, við heimsóttum nýja steinasafnið Ljósbrá hér í bæ, Ellert Eggertson varaumdæmisstjóri heiðraði okkur með nærveru sinni, við héldum skemmtilegt Jólaball á Hótel Örk í samstarfi við Lkl. Eden, við fórum tvisvar í keilu og kepptum við Eden stelpurnar, við heimsóttum hljóðverið Glóru í bænum okkar, við heimsóttum fjós í Ölfusi, við heimsóttum ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Activities hér í bæ, og svo tókum við inn tvo nýja félaga á starfsárinu. Við fórum loks í afar skemmtilega Lokaferð upp í Borgarfjörð þar sem Lkl. Borgarfjarðar var heimsóttur, brugghúsið Steðji var heimsótt, og borðað var saman um kvöldið í Bifröst. Daginn eftir var farið á Hvanneyri áður en haldið var heim. Lokafundurinn þar sem skipt var um stjórn fór svo fram 6. maí.  Haldnir voru 16 fundir á starfsárinu, fyrst á Hoflandssetrinu en síðan í Rauða Kross húsinu. Styrktir voru 4 aðilar á starfsárinu; Rauði Krossinn í Hveragerði, Leikfélag Hveragerðis, Grunnskólabörnum voru afhentar litabækur um brunavarnir og framboð Guðrúnar Yngvadóttur til alþjóðaforseta var styrkt.

Föst verkefni okkar eru nokkur og má þar nefna: Útplöntun trjáa í lundi klúbbsins upp í dal fyrir ofan Hveragerði, hann heldur úti Facebook síðu á netinu (https://www.facebook.com/Lionskl%C3%BAbbur-Hverager%C3%B0is-203220366384651/) og gefur út fréttablað einu sinni á ári sem dreift er í öll hús Hveragerðis og víðar – og í aðra klúbba. Reyndar er stutt í að fréttablaðið komi út þetta árið.

Myndir:  Vilmundur Kristjánsson.

Heimsókn í Tónverk hljóðver í Hveragerði

 Heimsókn í Tónverk hljóðver í Hveragerði.

Heimsókn í nýja fjósið í Hvamm í Ölfusi.

Heimsókn í nýja fjósið í Hvamm í Ölfusi.

Heimsókn í nýja fjósið í Hvamm í Ölfusi. Kristinn G. Kristjánsson.

Heimsókn í nýja fjósið í Hvamm í Ölfusi. Kristinn G. Kristjánsson.

Afhending bílsstóla til Rauða Krossins.

Afhending bílsstóla til Rauða Krossins.