Málþing Lions - Börn í áhættu:

Mling_Lestrartak_EfniLestrarvandi
verður haldið í Norræna húsinu.
20. febrúar 2014, kl. 16:30-18:30

 

 

 

Dagskrá málþingsins:

  • Lestrarátak Lions: Guðrún Björt Yngvadóttir frá Lionshreyfingunni.
  • Við þurfum að bregðast við: Jóhann Geirdal skólastjóri fjallar um treglæsi í samfélaginu og áhrif þess á grunnskólann. Hvernig grunnskólinn þarf að bregðast við og mikilvægi þess að einnig sé tekist á við vandann í samfélaginu utan grunnskólans.
  • Vandi innflytjenda: Amal Tamimi, framkvæmdastýra Jafnréttishúss fjallar um vanda sem börn innflytjenda eiga við að stríða, en foreldrar þeirra skilja oft ekki íslensku og geta ekki hjálpað börnum sínum við heimanám.
  • Að snúa vörn í sókn: Ragnheiður Gestdóttir rithöfundur kynnir hugmyndir um það hvernig almennir borgarar og t.d. Lionsfélagar geta hjálpað til að styðja við lestrarnám og lestraáhuga.
  • Að vera lesblindur: Snævar Ívarsson frá Lesblindufélaginu segir frá sinni reynslu með Dyslexíu og kynnir einnig starf Lesblindufélagsins.
  • Blindir lesa og skrifa: Kristinn H. Einarsson formaður Blindrafélagsins kynnir þá möguleika sem blindir og sjónskertir geta nýtt sér til að lesa og skrifa
  •  

         Allir velkomnir – Ókeypis aðgangur    

    Lionsfélagar eru hvattir til að taka með sér gesti, fagfólk, foreldra og aðra áhugasama.