Lkl. Víðarr veittir styrki fyrir á þriðju milljón

Eitt af markmiðum Lionshreyfingarinnar er að starfa af áhuga að aukinni velferð  á sviði félagsmála, menningarmála og almenns siðgæðis.  Þá segir í siðareglum að Lionsfélagar skuli hjálpa meðbræðrum sínum í vanda, þeir sem um sárt eiga að binda þurfi hluttekningu og þeir sem séu bágstaddir og minnimáttar þarfnist stuðnings.  Í þessum anda hefur Lionsklúbburinn Víðarr starfað í meira en 30 ár. Klúbburinn hefur í gegn um tíðina aflað fjár með ýmsum hætti til að sinna líknarmálum.  Undanfarin ár hefur svokallað „Víðarrs-blót“, sem haldið er árlega í upphafi Þorra, verið aðal fjáröflunin auk þess sem „skötukvöld“ í desember hefur notið vaxandi vinsælda og gefið af sér nokkrar tekjur. 

Því fé sem þannig aflast hafa klúbbfélagar nú samþykkt að verja í anda hreyfingarinnar til ýmissa líknarmála, ekki síst smærri verkefna þar sem félagar vænta þess að stuðningur klúbbsins komi að verulegu gagni.

Vidarr2
Talið frá vinstri:  Guðmundur S. Guðmundsson, varaformaður Lkl. Víðarrs, Níels Árni Lund og Guðgeir Eyjólfsson frá Lkl. Víðarri; Kjartan Jónas Kjartansson, Helga Sif Friðjónsdóttir og sonur hennar Breki Hjörvar Helguson frá LSH, fíknigeðdeild; Elvar Bragason frá Lífsýn, fræðslu og forvörnum; Ólafur H. Ólafsson og Elín Arna Arnardóttir frá Spörvum, líknarfélagi; Kjartan Birgisson frá Hjataheillum; Sigrún Birgisdóttir og Svavar Kjarrval frá Einhverfusamtökunum; Sigþrúður Guðmundsdóttir og Ylfa Sigþrúðardóttir frá Kvennaathvarfinu; Sveinn Áki Lúðvíksson frá Íþróttasambandi fatlaðra; Kristinn Guðjónsson, Björn Ólafur Hallgrímsson, Guðmundur Bjarnason og Þórarinn Arnórsson frá Lkl. Víðarri.

Oftast hafa klúbbfélagar farið og heimsótt styrkþega og afhent styrki, en nú var ákveðið að fá styrkþega á fund til klúbbsins þannig að þeir geti heilsa upp á félagana.  Hér á eftir eru myndir af þeim sem komu og tóku á móti styrkjum hjá klúbbnum: 

 

Þeir sem í ár hljóta stuðning klúbbsins eru:

  1. Skaftholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, heimili fyrir fatlaða einstaklinga, styrkur til að ljúka við endurbyggingu gróðurhúss.
  2. Íþróttasamband fatlaðra, stuðningur við kaup á verðlaunapeningum fyrir Íslandsmót ÍF 2014.
    Vidarr7
    Sveinn Áki Lúðvíksson frá Íþróttasambandi fatlaðra og Guðmundur Bjarnason, form. verkefnanefndar Lkl. Víðarrs. 
  3. Kvennaathvarfið, kaup á fjórum spjaldtölvum, leikjatölvu og sjónvarpi.
    Vidarr1
    Sigþrúður Guðmundsdóttir frá Kvennaathvarfinu og Guðmundur Bjarnason, form. verkefnanefndar Lkl. Víðarrs. 
  4.  Hjartaheill, stuðningur við söfnun samtakanna fyrir nýju hjartaþræðingartæki, en áður hafði klúbburinn veit styrk  til þessa verkefnis.
    Vidarr6 
    Kjartan Birgisson, starfsmaður Hjartaheilla og Guðmundur Bjarnason, form. verkefnanefndar Lkl. Víðarrs.
  5. Spörvar, líknarfélag og rekstrarfélag áfangaheimilisins „Draumasetrið“ sem er heimili fyrir ungt fólk sem er að berjast við að ná tökum á lífi sínu eftir áfengis- og fíkniefna-meðferð.
    Vidarr9 
    Ólafur H. Ólafssong og Elín A. Arnardóttir Hannam frá Líknarfélaginu Spörvum og Guðmundur Bjarnason, form. verkefnanefndar Lkl. Víðarrs.
  6. Einhverfusamtökin, kostnaður við endurprentun fræðslubæklings sem klúbburinn hafði áður styrkt útgáfu á.
    Vidarr5 
    Svavar Kjarrval og Sigrún Birgisdóttir frá Einhverfusamtökunum og Guðmundur Bjarnason, form. verkefnanefndar Lkl. Víðarrs.
  7. LSH – fíkniefnageðsvið, stuðningur við endurnýjun á tölvukosti sviðsins.
    Vidarr4 
    Kjartan J. Kjartansson, Helga Sif Friðjónsdóttir og sonur hennar Breki Hjörvar Helguson, frá LSH, fíknigeðdeild geðsviðs og Guðmundur Bjarnason, form. verkefnanefndar Lkl. Víðarrs.
  8. Lífsýn, fræðsla og forvarnir, stuðningur við börn og unglinga sem standa illa félagslega og hafa orðið fyrir einelti, tvær spjaldtölvur og fjármunir.
    Vidarr3 
    Elvar Bragason frá Lífsýn, fræðslu og forvörnum og Guðmundur Bjarnason, form. verkefnanefndar Lkl. Víðarrs.
  9. Lionsklúbburinn Eik, stuðningur við útgáfu bókar til grunnskólabarna um brunavarnir heimila.