Lkl. Hveragerðis heimsækir Lkl. Grindavíkur

Í gær hélt Lionsklúbbur Hveragerðis stjórnarskiptafund í Salthúsinu í Grindavík. Fulltrúar Lkl. Grindavíkur tóku á móti Hvergerðingum í Krísuvík. Aðalgeir Jóhannsson eigandi veitingastaðarins Bryggjan tók að sér að vera leiðsögumaður en Alli er m.a. fyrrverandi formaður Lkl. Grindavíkur. Hvergerðingar létu ákaflega vel af hans leiðsögn. Farið var rúnt um bæjarfélagið og síðan farið í Kvikuna (Saltfisksetur Íslands). Þá var farið niður á Bryggjuna , veitingastað Alla, þaðan var farið og skoðað traktorar og fornbílasafn Hermanns Ólafssonar. Við enduðum á þvi að fara út í Hafró þar sem annar fyrrverandi formaður Lions, Matthías Oddgeirsson, tók á móti okkur. Þetta fannst fólki mjög athyglisvert og luku þau lofsorði á móttökurnar og lögðu jafnframt til að við heimsæktum klúbbinn þeirra síðar því allir geta á sig blómum bætt. Að þessu loknu var þeim ekið í Salthúsið þar sem Lionsmenn í Hveragerði héldu sinn Stjórnarskiptafund.

Grindavik_n1Sigurður Sigurdórsson og Örn Guðjónsson með Melvin Jones viðurkenningu Axels Wolframs formanns Lkl. Hveragerðis.

Grindavik_n2Birgir Bjarnason (Biggi snarbratti ) og Gunnar Vilbergsson, báðir úr Lkl. Grindavíkur.

Myndir eru teknar af facebooksíðu Lkl. Hveragerðis>>>>>

Texti er tekin af facebookarsíðu Gunnars Vilbergssonar>>>>>>>

Takk fyrir komuna Hvergerðingar.
Gunnar Vilbergsson