Lkl. Húsavíkur styður Sambýlið Pálsgarði

Á dögunum þurfti Sambýlið á Pálsgarði að ráðast í endurbætur á baðherbergi og þá sértaklega að endurnýja lyftubaðkar sem komið var til ára sinna.

Að sögn Önnu Maríu Þórðardóttur forstöðumanns sambýlisins auðveldar lyftubaðkar sem þetta starfsfólki vinnu þeirra og veitir notendum þess öryggi og ekki síst aukin lífsgæði.

Það er ekki sjálfgefið að stofnanir hafi aðgang að svona baðkari sökum kostnaðar en Sambýlið á Pálsgarði gat ráðist í slík kaup með styrkjum frá Lionsklúbbi Húsavíkur og Kvenfélaginu á Húsavík.

“Það er ómetanlegt að fyrir lítið heimili eins og Pálsgarð að geta leitað eftir stuðningi í tilvikum sem þessum. Við, íbúar og starfsfólk, getum vart lýst þakklæti okkar í garð þessara félaga fyrir skilning þeirra á þörfinni og velvild í okkar garð”. Sagði Anna María en formenn félaganna og stjórnarmeðlimir komu í Pálsgarð í dag þar sem þeir tóku við þakkarbréfi og tóku út nýja baðkarið ásamt góðum gestum.

Husav_2
Hlífar Karlsson formaður Lionsklúbbs Húsavíkur og Helga Dóra Helgadóttir formaður Kvenfélags Húsavíkur tóku við þakkarbréfi úr hendi Önnu Maríu Þórðardóttur forstöðumanns sambýlisins að Pálsgarði.

Husav_3
Anna María sýnir hvernig lyftubaðkarið virkar og Guðmundur Guðjónsson Lionsmaður fylgist með

Husav_4og það gerðu líka Lionsmaðurinn Sigurður Aðalgeirsson og kvenfélagskonurnar Helga Dóra og Guðrún Guðbjartsdóttir