Lionsþing á netinu 6. júní

Lionsþing á netinu 6. júní

Fjölumdæmi 109 og umdæmi 109 A og B hafa þá ánægju að bjóða til Lionsþings á Internetinu árið 2020. Hér á eftir eru leiðbeiningar um skráningu og hvernig þingin verða. Í framhaldi af skráningu verða sendar frekari upplýsingar til þeirra sem skrá sig um það hvernig þingið fer fram og hvernig hægt er að tengjast með hugbúnaðinum Zoom. Ekki er þörf á mikilli tölvuþekkingu til að tengjast og við hvetjum ykkur því að vera óhrædd við að skrá ykkur til þings.

Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Reykjavík 6. maí 2020,

Ellert Eggertsson, fjölumdæmisstjóri,
Jóhanna Thorsteinson, umdæmisstjóri 109A og Bragi Ragnarsson, umdæmisstjóri 109B

Hér er að finna helstu gögn vegna þingsins:

 1. Boð til Lionsþings
 2. Dagskrá þings fjölumdæmis 109
  1. Ársskýrsla umdæmisráðs 2019-2020
  2. Tillaga að lagabreytingum til fjölumdæmisþings
  3. Lögin eins og þau verða eftir lagabreytingu
  4. Þingboð 2022 - Hveragerði
  5. Þingboð 2022 - Ólafsvík
 3. Dagskrá umdæmisþings 109A
 4. Dagskrá umdæmisþings 109B
 5. Atkvæðafjöldi klúbba

Þingskráning og skráning kjörbréfa á sér stað á netinu og er upplýsingar um hvernig það er gert að finna í bréfinu Boð til Lionsþings.