Lionsklúbburinn Ylfa verður með markað 28.ágúst kl.13-16.

Lionsklúbburinn Ylfa verður með markað 28.ágúst kl.13-16.

Markaður í bakgarðinum að Aðalstræti 6, Akureyri.

Skrautmunir, borðbúnaður, vinylplötur, efnisbútar, myndarammar, púsluspil og borðspil, skartgripir og fleira og fleira. Margir hlutir á 100, 200 og 300 krónur. Inn á milli gæti leynst gull, silfur og postulín. 

Kökubasar innan dyra á sama tíma eða meðan birgðir endast. Margar marengstertur, súkkulaðitertur og fl. og fl

Öll sala rennur óskipt í líknarsjóð Lionsklúbsins YLFU sem styrkir meðal annars geðheilbrigðismál barna og ungmenna á Akureyri og nágrenni