Lionsklúbburinn Úa í gróðurverkefni á degi umhverfisins.

Lionsklúbburinn Úa í gróðurverkefni á degi umhverfisins.
Dagur umhverfisins er 5.júní ár hvert. Lionsklúbburinn Úa tók upp græðlinga og setti í potta. Eftir 1 - 2 ár verður þeim komið fyrir í Úulundi í Skammadal. Teknir voru upp 170 græðlingar og 11 Úur gátu tekið þátt að þessu sinni. Kaffinefndin var með ekta kakó og kræsingar á eftir. Góður dagur í góðum félagsskap.