Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit leitar nýrra radda.

Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit leitar nýrra radda.

 

Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit leitar nýrra radda.

Klúbburinn sem er kvennaklúbbur er að hefja nýtt starfsár. Fyrsti félagsfundurinn verður miðvikudaginn 9. september á kaffihúsinu á Brúnum kl. 19.30. Fundurinn verður opinn áhugasömum konum sem vilja kynna sér klúbbstarfið eða hafa áhuga á að koma í hópinn. Gestum verður boðið uppá súpu, brauð og salat ásamt kaffi og eftirréttarmola að kostnaðarlausu.

Til að við getum gætt öryggis varðandi Covid 19 þá óskum við eftir því að þú látir okkur vita af komu þinni með því að senda skilaboð til Sigríðar Friðriksdóttur ritara á netfangið siggaf@internet.is eða hringir í síma 843-5253.