Lionsklúbburinn Njörður kynnir: Glæsilegasta herrakvöld ársins!

Lionsklúbburinn Njörður kynnir: Glæsilegasta herrakvöld ársins!

Herrakvöld Lionsklúbbsins Njarðar er annálað fjáröflunar- og skemmtikvöld, sem hefur verið haldið árlega í rúm 60 ár. Það verður að þessu sinni haldið föstudaginn 24. mars nk. á Grand Hótel. Kvöldið verður mjög glæsilegt, gestir spari klæddir, frábær matur og dagskrá.

Uppboð á frábærum listaverkum er fastur liður á Herrakvöldi Njarðar þar sem helstu listamenn þjóðarinnar leggja  til verk. Að þessu sinni rennur ágóði af uppboðinu til kaupa á tækjum fyrir Grensásdeild í tilefni af 50 ára afmæli deildarinnar á vordögum.

Ferðatöskur, troðfullar að ýmsu góðgæti í fljótandi og föstu formi, hafa lengi verið meðal helstu vinninga í happdrætti kvöldsins. Tekjur af happdrættinu verða að þessu sinni nýttar til að styrkja Alzheimer- og Parkinsonsamtökin.

Allir herramenn, Lionsmenn sem aðrir, eru velkomnir.

Verði aðgöngumiða er stillt mjög í hóf að þessu sinni eða aðeins 19.900 kr.

Miða má panta hjá  lkl.njordur@gmail.com