Lionsklúbburinn Kaldá, Hafnarfirði

Starfsárið byrjaði vel hjá okkur Kaldárkonum. Aðalfjáröflun okkar er að selja jólakort og fengum við listakonuna Erlu Sigurðardóttur til að hanna þau fyrir okkur.

Við höfum fengið góða gesti til okkar á fundi meðal annars kom Inga Valgerður Kristinsdóttir deildarstjóri í heimahjúkrun og fræddi okkur um starfsemi heimahjúkrunar.  Hún lýsti ánægju sinni með að klúbburinn ætli að styrkja starfsemina og þá sérstaklega verkefnið sem er að fara í gang í samvinnu við göngudeild Landspítalans og nefnt hefur verið Hjartabilunar verkefnið.

Nýr félagi var tekinn inn í klúbbinn, Arnheiður Ragnarsdóttir og bjóðum við hana hjartanlega velkomna. 

Líknarnefndin færði Sambýlinu á Svöluhrauni,   stóla að gjöf, var vel tekið á móti þeim af forstöðukonunni Lindu Björk.

Við héldum fund í Hótel og veitingaskólanum og var tekið á móti okkur með dýrindis kræsingum og kunnum við vel að meta það.

Bingóin eru alltaf jafn vinsæl á Hrafnistu og vinningar eru konfekt og sherrý, sem er alltaf mjög vinsælt.  Næst verður Páskabingó og verða þá páskaegg í vinning.  Starfsárið endar síðan með vorferð sem farin verður í mai n.k.

 

Lionskonur við pökkun jólakorta
Lionskonur við pökkun jólakorta

Linda Björk forstöðumaður Sambýlis á Svöluhrauni tekur á móti stólum  frá Lionskonum
Linda Björk forstöðumaður Sambýlis á Svöluhrauni tekur á móti stólum  frá Lionskonum

Fundur haldinn hjá Hótel- og veitingaskólanum
Fundur haldinn hjá Hótel- og veitingaskólanum

Bingó haldið á Hrafnistu
Bingó haldið á Hrafnistu

Tekið á móti nýjum félaga í klúbbinn Arnheiði Ragnarsdóttur
Tekið á móti nýjum félaga í klúbbinn Arnheiði Ragnarsdóttur

Bestu kveðjur

Áslaug Bjarnadóttir

Ljósmyndari og kynningarstjóri.