Lionsklúbburinn Eir fór í sína vorferð um Reykjanesið.

Lionsklúbburinn Eir fór í sína vorferð um Reykjanesið.

Vorferð Eirarkvenna var að þessu sinni um Reykjanesið. Við slepptum alveg gosstöðvunum, en ókum í Grindavík þar sem sr. Elínborg Gísladóttir sóknarprestur í Grindavík tók á móti okkur og fræddi okkur um glæsilega kirkju og tilkomumikið orgel sem var smíðað hérlendis. Ókum síðan Suðurstrandarveg og borðuðum síðbúinn hádegisverð hjá Garðsskagavita, skoðuðum safnið og enduðum loks í Rokksafni Íslands. Mjög fróðleg og skemmtileg ferð!