Lionsklúbburinn Eden Hveragerði mun halda Hrekkjavökuball mánudaginn 31.október

Lionsklúbburinn Eden Hveragerði mun halda Hrekkjavökuball mánudaginn 31.október

Hrekkjavökuball fyrir hræðilegar undraverur Hveragerðis í íþróttahúsinu frá kl.16:30 -18:00 á degi Hrekkjavöku, mánudaginn 31.október. Spiluð verður hrikalega góð tónlist, boðið verður upp á hræðilega skemmtilegan óvæntan viðburð og hættulega góður ís fyrir alla frá Kjörís. 

Skólakrakkar grunnskóla Hveragerðis 6-16 ára, systkini, foreldrar og önnur stórkostleg furðuverur klæða sig upp, dansa og skemmta sér áður en gengið er í hús í nammileit eða til að hrekkja saklausa Hveragerðinga.