Lionsklúbburinn Æsa Njarðvík færir íbúum Hrafnistu Hlévangs, hjálpartæki að gjöf.

Lionsklúbburinn Æsa Njarðvík færir íbúum Hrafnistu Hlévangs, hjálpartæki að gjöf.
Íbúum Hrafnistu Hlévangs í Reykjanesbæ barst höfðingleg gjöf frá Lionsklúbbnum Æsu í Njarðvík.
Í frétt frá Hlévangi segir: Þær komu færandi hendi með hjálpartækið Söru Stedy sem við köllum jafnan “skutla”.
Við þökkum Æsunum innilega fyrir þessa frábæru gjöf og hlýhuginn sem þær sýna íbúum okkar. Það er dásamlegt að eiga svona velunnara að eins og ykkur.