Leiðtogaskólinn

Leiðtogaskóli Lions lauk sínu 12. starfsári nú um helgina.

32 nemendur hófu námið að þessu sinni í febrúar og 28 voru útskrifaðir nú en veikindi og vinna hömluðu því að allir gætu mætt seinni helgina. Þessir félagar komu úr 18 Lionsklúbbum en athygli vekur að þessir klúbbar eru allir staðsettir á vestari hluta landsins og norðurlandi. Fáir koma úr Reykjavíkurklúbbum, engir af suðurlandi austan Selfoss og uppsveita og engir af austurlandi. Skólastarfið gekk afar vel að þessu sinni og hópurinn jafnt yfir nokkuð sterkur.  Það vekur líka athygli að aðeins 7 karlmenn voru í hópnum og uppistaðan eru því konur.

Hluti af vinnunni í Leiðtogaskólanum eru ræður og hópverkefni nemenda. Bæði í ræðum og verkefnum komu fram margar ágætar hugmyndir um nýjungar og betra lionsstarf. Vonandi verður hægt að gera betur grein fyrir því síðar, annað hvort hér á vefnum eða í Lionsblaðinu. Námsefni í skólanum er á hverju ári endurbætt og samræmt því, sem lagt er upp með frá Oak Brook. Mikil vinna hefur verið lögð í að þýða og staðfæra jafnóðum allt nýtt efni sem boðið er upp á. Í framtíðinni sjáum við fyrir okkur að allt námsefni verði aðgengilegt á íslensku á vefnum okkar.

Leiðtogaskólinn, hópavinna

Hópavinna

Leidtogaskoli 2013 - Allur hópurinn