Kristín Þorfinnsdóttir, fv.umdæmisstjóri og félagi í Lionsklúbbnum Emblu, er látin.

Kristín Þorfinnsdóttir, fv.umdæmisstjóri og félagi í Lionsklúbbnum Emblu, er látin.

Kristín andaðist laugardaginn 8. október síðastliðinn, 64 ára að aldri, eftir stutta en erfiða baráttu við krabbamein.

Kristín gegndi fjölda embætta fyrir Lionshreyfinguna og í sínum klúbbi. Þar hafði hún verið félagi í fjöldamörg ár.

Kristín var umdæmisstjóri í umdæmi 109A starfsárið 2010- 2011 og svæðisstjóri á Suðurlandi 2020- 2021. Auk þess gegndi hún mörgum embættum í umdæmisstjórn og fjölumdæmisráði á síðustu fimmtán árum.

Í störfum sínum var Kristín sérlega farsæl og vandvirk. Hún naut mikilla vinsælda hjá þeim sem nutu þess að starfa með henni.

Eiginmaður Kristínar er Kristinn Pálsson, honum eru færðar innilegar samúðarkveðjur.

Kristófer Tómasson

fjölumdæmisstjóri 2022-2023.