Konukvöld Lionsklúbbs Húsavíkur

Föstudaginn 8.mars hélt Lionsklúbbur Húsavíkur konukvöld, sem er svo sem ekki í frásögu færandi, nema það að boðið var upp á furðufiska hlaðborð, þar mátti finna ýmsar fisktegundir sem ekki eru á borðum fólks venjulega, svo sem Broddabak, Slétthala, Snarphala, Keilu, Búra, Stinglax, Trjónufisk,Blálöngu, Hlýra, Grálúðu ásamt plokkfisk, fiskisúpu og reyktur svartfugl,  ofl.
Veglegt hlaðborð 

Þetta konukvöld líður sjálfsagt flestum seint úr minni, því ekki hafa konur okkar fengið aðra eins veislu, 12-14 réttir, fallega skreyttir og vel fram bornir og ekki þótti það verra að karlarnir græjuðu þetta allt sjálfir og eru bara stoltir af.

Hressar konur að snæðingi

Vel mætt