Kjaransorðan, æðsta viðurkenning Lionshreyfingarinnar á Íslandi

Á Lionsþinginu á Akureyri var kynnt ný gerð af æðsta viðurkenningu Lions á Íslandi og síðan voru 9 félagar sæmdir orðunni  sem með óeigingjörnu og fórnfúsu starfi hafa markað spor og látið gott af sér leiða.

Lions hefur nú starfað yfir sextíu ár á Íslandi. Fyrsti klúbburinn var stofnaður 1951. Í dag telja Lions tæplega 2400 félaga og erum innan vebanda stærstu fjöldahreyfingar í heimi á sviði velgerðar og líknarmála. 

Í þessi rúmlega sextíu ár hefur Lions verið að eflast og styrkjast og hafa félagar oft fundið að að þeir eigum velvild þjóðarinnar að bakhjarli. Á bak við þann velvilja þjóðarinnar voru það frumherjar landtöku Lions á Íslandi sem byggðu upp starf Lionshreyfingarinnar. Þeir lögðu grunnin að því góða orðspori og þeirri velvild sem Lions nú nýtur. Það er nokkuð um liðið síðan farið var að huga að því að eiga virðulega viðurkenningu fyrir ósérhlífni og gott starf innan samtaka okkar.

Í reglum segir að í fyrsta sinn sem orðan er veitt skuli Fjölumdæmið hafa heimild til að gera tillögu um níu tilnefningar á fyrsta ári og síðan þrjár að hámarki árlega.

Í reglugerð um Kjaransorðuna segir í 5 grein:

Kjaransorðuna skal ekki veita látnum félaga eða einstaklingi, né félagi eða félagasamtökum.

Ennfremur segir í 11 grein: Við veitingu orðunnar ber annaðhvort Fjölumdæmisstjórn eða viðkomandi klúbbi eftir því sem við á, að greiða 50.000.-  kr. innborgun í Hjálparsjóð Lionsfjölumdæmis 109, tengda viðkomandi orðuþega.

Kjarans_ting_l
Tryggvi Kristjánsson umdæmisstjóri 109B, Guðmundur Helgi Gunnarsson umdæmisstjóri 109A Kristinn Kristjánsson fjölumdæmisstjóri, Benjamín Jósepsson vara fjölumdæmisstjóri, Jón K. Karlsson Lkl. Sauðárkróks, Halldór Svavarsson Lkl. Hafnarfjarðar, Daníel Þórarinsson Lkl. Nirði, Guðrún Björt Yngvadóttir Lkl. Eik, Jón Bjarni Þorsteinsson Lkl. Mosfellsbæjar, Kristinn Hannesson Lkl. Mosfellsbæjar.

 

Frumherjarnir

Áður en hinar 9 orður voru veittar núlifandi einstaklingum, voru heiðraðir þrír látnir Lionsforingjar sem leiddu Lions á Ísland fyrstu árin.  Þetta voru:

  • Þorvaldur Þorsteinsson Lkl. Ægi sat í alþjóðastjórn 1970- 72
  • Björn Guðmundsson Lkl. Kópavogs sat í alþjóðastjórn 1979- 81
  • Svavar Gests Lkl. Ægi sat í alþjóðastjórn 1987- 1989

 

Nokkrir  frumherjar Lions á Íslandi frá fyrstu árum Lions sem hafa í gegnum árin tekið mikinn þátt í Lionsstarfi, eru meðal okkar í dag.

 

Þetta eru:

  • Þór Guðjónsson Lionsklúbbnum Fjölnir Reykjavík
  • Benedikt Antonsson Lionsklúbbnum Baldri Reykjavík og
  • Jón K. Karlsson Lionsklúbbi Sauðárkróks

Þór Guðjónsson gekk til liðs við hreyfinguna í 1956. 

Þór hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan síns klúbbs. Hann var Umdæmisstjóri 1958 - 59 og síðan aftur 1973 - 74. Hann hefur verið virkur þátttakandi í Lionsstarfi  í 57 ár. Fyrir allt hans mikla starf og sem fulltrúi þeirra fjölmörgu sem stóðu í stafni á fyrstu árum hreyfingarinnar er honum nú þakkað með því að sæma hann Kjaransorðu Lionshreyfingarinnar á Íslandi.

Tor_Gudjonsson_l
Þór Guðjónsson Lkl. Fjöli ásamt félögum sínum sem mættu við orðuveitinguna á Hrafnistu.

Benedikt Antonsson gekk til liðs við hreyfinguna í 1958.

Hann hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan síns klúbbs. Hann hefur verið virkur þátttakandi í Lionsstarfi í 55 ár og er nú á þessu starfsári elsti starfandi formaður Lionsklúbbs á landinu. Hann var Umdæmisstjóri 1966 – 1967. Fyrir allt hans mikla starf og sem fulltrúi þeirra fjölmörgu sem stóðu í stafni á fyrstu árum hreyfingarinnar er honum nú þakkað með því að sæma hann Kjaransorðu Lionshreyfingarinnar á Íslandi.

Benedikt_Antonsson_1
Benedikt Antonsson Lkl. Baldri ásamt félögum sínum, en orðan var afhent á lokafundi Lkl. Baldurs.

Jón K. Karlsson gekk til liðs við hreyfinguna 1967

Jón gengdi fjölmörgum trúnaðarstörfum innan síns klúbbs.

Hann var Umdæmisstjóri 1984 - 1985. Hann var mjög virkur þátttakandi í Lionsstarfi  í 43 ár.

Fyrir allt hans mikla starf og sem fulltrúi þeirra fjölmörgu sem stóðu í stafni á fyrstu árum hreyfingarinnar er honum nú þakkað með því að sæma hann Kjaransorðu Lionshreyfingar-innar á Íslandi

Önnur kynslóð

Það er ekki síður þeirra verk sem sigldu um öldusjó uppbyggingar-áranna, þegar koma varð hreyfingunni áfram, láta hana vaxa að virðingu og gæta í hvívetna að hvergi væri hnökur né leki á fleyginu.

Þessir félagar eru enn að ljá okkar lið en hafa nú eftirlátið arftökum sínum í forystusveit Lions, að halda í þá mörgu tauma, sem við vissulega þurfum að hafa í hendi á öllum tímum. Þetta eru:

  • Þórður H. Jónsson Lionsklúbbi Garðabæjar
  • Halldór Svavarsson Lionsklúbbi Hafnarfjarðar
  • Daníel Þórarinsson Lionsklúbbnum Nirði Reykjavík

Þórður H. Jónsson gekk til liðs við hreyfinguna 1972.

Þórður hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan síns klúbbs. Hann var Umdæmisstjóri 1984 - 85 og síðan fjölumdæmisstjóri 1985 - 86. Hann tók sæti í mörgum Umdæmisstjórnum og í Fjölumdæmisaráði  og væri of langt mál að telja upp öll þau störf sem honum hefur verið trúað fyrir á vegum Lions í gegnum árin. Hann hefur verið virkur þátttakandi í Lionsstarfi  í 41. Hann var meðal annars kennari við upphaf gjaldkeraskóla Lions og í forystu í fjölda verkefna. Fyrir allt hans starf og velgjörðir innan Lionss er honum nú þakkað með því að sæma hann Kjaransorðu Lionshreyfingarinnar á Íslandi.

Danel_rarinsson2_l
Þórður H. Jónsson í miðið ásamt félögum sínum í Lkl Garðarbæjar, en þeir voru nýkomnir úr skógræktarferð. 

Halldór Svavarsson gekk til liðs við hreyfinguna 1976.

Halldór hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan síns klúbbs. Hann var Umdæmisstjóri 1987 - 88 og síðan fjölumdæmisstjóri 1988 - 89. Hann var í Umdæmisstjórnum og Fjölumdæmisráði í fjölda ára og væri of langt mál að telja upp öll þau störf sem honum hefur verið trúað fyrir á vegum Lions í gegnum árin. Hann hefur verið virkur þátttakandi í Lionsstarfi  í 37. Hann var meðal annars Fjölumdæmisþingstjóri Lions um nokkurra ára bil og í forystu í fjölda verkefna. Fyrir allt hans starf og velgjörðir innan Lionss er honum nú þakkað með því að sæma hann Kjaransorðu Lionshreyfingarinnar á Íslandi.

Daníel Þórarinsson gekk til liðs við hreyfinguna 1978.

Daníel hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan síns klúbbs. Hann var Umdæmisstjóri 1988 – 89 og síðan fjölumdæmisstjóri 1989- 90.

Hann var starfandi í Umdæmisstjórnum og í Fjölumdæmisaráði  í fjölda ára og væri of langt mál að telja upp öll þau störf sem honum hefur verið trúað fyrir á vegum Lions í gegnum árin.

Hann hefur verið virkur þátttakandi í Lionsstarfi  í 35 ár og er nú á þessu starfsári skoðunarmaður hreyfingarinnar. Fyrir allt hans starf og velgjörðir innan Lionss er honum nú þakkað með því að sæma hann Kjaransorðu Lionshreyfingarinnar á Íslandi.

Ríkjandi kynslóð

Nú erum við að ganga veginn áfram fyrir Lions. Það er ekki síður vandi nú, að halda sjó. Þrír félagar eiga sérstakan heiður skilið með langan afrekalista.  Þau hafa haldið í hendina á okkur hinum og byggtu upp starfið og vakað yfir velferð hreyfingarinnar og miðlað af þekkingu og reynslu, sem er dýrmætt hverjum þeim sem þess fær að njóta.

Að vera kjörinn til starfa sem einn æðsti ráðgjafi alþjóðaforseta og koma á stundum fram, sem staðgengill hans, segir bara eitt. Hún er drottning Lions á Íslandi. 

Þeir eru:

  • Kristinn Hannesson Lionsklúbbi Mosfellsbæjar 
  • Jón Bjarni Þorsteinsson Lionsklúbbi Mosfellsbæjar  
  • Guðrún Björt Yngvadóttir Lionsklúbbnum Eik Garðabæ

Kristinn Hannesson gekk til liðs við hreyfinguna 1986.

Kristinn hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan síns klúbbs. Hann var Unglingaskiptastjóri frá 1990 – 2005. Umdæmisstjóri 2009 – 10 og síðan
fjölumdæmisstjóri 2010- 11.

Hann hefur verið starfandi í Umdæmisstjórnum og Fjölumdæmisaráði í fjölda ára og væri of langt mál að telja upp öll þau störf sem honum hefur verið trúað fyrir á vegum Lions í gegnum árin. Hann hefur verið virkur þátttakandi í Lionsstarfi  í 27 ár og er nú á þessu starfsári, Þing-  og produgolstjóri  hreyfingarinnar. Auk þess að vera Cordenator NSR.

Fyrir allt hans starf og velgjörðir innan Lionss er honum nú þakkað með því að sæma hann Kjaransorðu Lionshreyfingarinnar á Íslandi.

Jón Bjarni Þorsteinsson gekk til liðs við hreyfinguna 1982.

Jón Bjarni hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan síns klúbbs. Hann var Umdæmisstjóri 1989 – 90 og síðan fjölumdæmisstjóri 1990- 91. Hann var kosin alþjóðastjórmnarmaður 1999 – 2001. Og að því starfi loknu útnefndur sérlegur ráðgjafi alþjóðaforseta 2002. Hann hefur verið starfandi í Umdæmisstjórnum og Fjölumdæmisaráði í fjölda ára og væri of langt mál að telja upp öll þau störf sem honum hefur verið trúað fyrir á vegum Lions í gegnum árin. Hann hefur verið virkur þátttakandi í Lionsstarfi  í 31 ár og er nú á þessu starfsári Heilbrigðisstjóri hreyfingarinnar, ásamt því að vera GMT stjórnandi fyrir Norðurlönd. Síðan er ótalið það ábyrgðarmikla starf að vera maki Guðrúnar Bjartar. Fyrir allt hans starf og velgjörðir innan Lionss er honum nú þakkað með því að sæma hann Kjaransorðu Lionshreyfingarinnar á Íslandi.

Guðrún Björt Yngvadóttir gekk til liðs við hreyfinguna í 1992.

Guðrún Björt hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan síns klúbbs. Hún var Umdæmisstjóri 2008 - 09 og síðan fjölumdæmisstjóri 2009- 2010. Hún var kosin alþjóðastjórmnarmaður 2010 – 2012. Og að því starfi loknu útnefnd sem sérlegur ráðgjafi alþjóðaforseta 2013. Hún hefur verið starfandi í Umdæmisstjórnum og Fjölumdæmisaráði í fjölda ára og í þeim störfum bar hæst starf hennar sem fræðslustjóri hreyfingarinnar. Hún stóð að stofnun Leiðtogaskóa Lions sem enn er að eflast og dafna. Það væri of langt mál að telja upp öll þau störf sem henni hefur verið trúað fyrir á vegum Lions í gegnum árin. Hún hefur verið virkur þátttakandi í Lionsstarfi  í 21 ár og reyndar miklu meira, því sem maki Jóns Bjarna kynntist hún og tók þátt í miklu Lionssstarfi, löngu áður en hún gekk til liðs við hreyfinguna.

Hún er nú á þessu starfsári, LCIF stjóri hreyfingarinnar og ráðgjafi alþóðaforseta.

Fyrir allt hennar starf og velgjörðir innan Lions er henni nú þakkað með því að sæma hana Kjaransorðu Lionshreyfingarinnar á Íslandi.

(Endurstögn úr ræðu fjölumdæmisstjóra Kristins Kristjánssonar frá þingi fjölumdæmis á Akureyri )