Íslandsheimsókn Alþjóðaforseta Lions, Wayne Madden og Lindu um páskana

Íslandsheimsókn alþjóðaforseta Lions Wayne Madden og Lindu um páskana

Madden_Couple-l

Wayne Madden alþjóðaforseti og Linda kona hans koma til Íslands á skírdag 28. mars og þau fara aftur þriðjudaginn 2. apríl. Dagana frá og með Föstudeginum langa til og með Annan í Páskum verður fjölbreytt dagskrá fyrir þau hjónin, þar sem kynnast verkefnum okkar og hitta Lionsfólk, auk þess að sjá dálítið af landinu okkar. Linda og Wayne eru yndislegt fólk, með báðar fæturna á jörðinni, það er gaman að hitta þau og spjalla við þau. Þau hafa óskað eftir að fá að hitta sem flesta Lionsfélaga. Þeir sem hafa tíma og tækifæri til að hitta þau, eru hvattir til að hafa samband við undirritaða til að fá nánari upplýsingar um stað og stund.

Kristinn: 896 6883 kristh@mmedia.is   og
Guðrún Björt: 896 7097  gudrun@hraunfolk.net 

Boðskort – Opið hús,  >>>>>>>
Annan í páskum kl. 17-19



Helstu dagskrárliðir

Föstudagurinn langi
kl. 10-11  Krikaskóli Mosfellsbæ, Lestrarátaksverkefnið

kl. 12-18  Hveragerði - Selfoss - Hellisheiðarvirkjun,  Jarðhita- og jarðskjálftalandið Ísland

Laugardagur
fyrir hádegi, Blaðaviðtal og opinber heimsókn / móttaka
kl. 13-17  Hafnarfjörður, trjáplöntun Ásbirninga og Bláa Lónið með Lions á Reykjanesi.

Páskadagur
kl. 9-21  Ferð um Snæfellsnes með Lions á svæði 3 109B, skoðuð Lionsverkefni og fallegt landslag en fyrsta uppáhaldsbók Wayens  var "Leyndardómur Snæfellsjökuls" eftir Jules Verne.

Annar í Páskum
Landspítalinn (LCIF verkefni) og heilbrigðisverkefni Lions á Íslandi
kl 17-19 Opið hús fyrir alla Lionsfélaga og þeirra fjölskyldur og vini í Sjálfstæðishúsinu í Garðabæ