Húsfyllir á ráðstefnu Lions um Börn í áhættu – Lestrarvandi

20. febrúar hélt Lions velheppnað málþing, sem nefnt var Börn í áhættu – Lestrarvandi í Norræna húsinu.  Þingið var mjög vel sótt og nánast húsfylli.  Frábærir frummælendur voru á ráðstefnunni.

Malthing_4792

Malthing_4784Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, sagði  meðal annars að það væri óþolandi að svo mikill fjöldi ungmenna gæti ekki lesið sér til gagns.  Hann sagði að verið væri að setja saman hvítbók um hvernig bregðast eigi við lestrarvanda ásamt öðru sem hann vill breyta í skólakerfinu.  Illugi minnti á að svona verkefni væri langhlaup og það taki langan tíma að sjá árangur.

Malthing_4791

 

 

Jón Bjarni Þorsteinsson Lkl Mosfellsbæjar fór með erindi Guðrúnar Bjartar Yngvadóttur. Árið 2012 var sett í gang alþjóðlegt verkefni „Lestarátak Lions“. Þetta er 10 ára átak sem Lionsfélagar víðs vegar um heiminn sinna eins og best hentar á hverjum stað, en aðstæður eru misjafnar. Við höfum m.a. stutt skóla, bókasöfn, blinda, aldraða og börn með lesblindu. Lions vinnur að þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, en grundvallarmarkmið er að auka lestrarkunnáttu, sem bætir menntun, eykur heilbrigði og stuðlar að friði. Lions hefur verið þekkt fyrir ýmis önnur verkefni, t.d. sem byggir upp börn og ungmenni, en sjóvernd er stærsta verkefni okkar. Alþjóðlegi hjálparsjóðurinn vinnur að mannúðarverkefnum um allan heim, en ekkert mannlegt er Lions óviðkomandi.

Malthing_4795Jóhann Geirdal fjallaði um treglæsi og þær aðgerðir sem settar hafi verið í gang í skólakerfinu á Suðurnesjum. Þar eru til dæmis allir foreldrar fyrsta árs skólanema skikkaðir á námskeið í hvernig þau aðstoða börn sín í heimalestri.  Sérstakt vandamál er þegar foreldrar geta ekki aðstoðað börn sín.  Þar hafa  Suðurnesjamenn brugðist við með því að fá fullorðið fólk til að koma og hjálpa nemendunum með lesturinn.  Jóhann talaði einnig um vanlíðan þeirra sem eiga við lestrarvanda að stríða og sérstaklega fyrr á árum þegar skilningur var minni.

Malthing_4797Amal Tamimi, framkvæmdastjóri Jafnréttishús fjallaði um vanda sem börn af erlendum uppruna eiga við að etja.  Sérstaklega þau sem eru af fyrstu kynslóð.  Foreldrarnir eru ekki í standi til að hjálpa, þau kunna ekki íslensku.  Löngu er þekkt að þeir sem ekki læra eitt tungumál almennilega verða aldrei góðir í neinu tungumáli.  Hún lagði áherslu á að foreldrarnir læri íslensku.  Á hinum Norðurlöndunum hafi menn skilning á nauðsyn þess að innflytjendur læri málið í landinu, og styrkja kennslu þeirra.  Hér þurfa nýbúar að greiða fyrir kennsluna og stunda hana eftir oft langan vinnutíma.  Ef ekki verður brugðist við endum við íslendingar með hóp útlendinga sem aðeins er í láglaunastörfum.  Þetta fólk mun verð óánægt þegar fram líður.

Malthing_4804Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur sagði frá mikilvægi þess að börn heyrðu sögur og lesið væri fyrir þau.  Hún talaði um bæta þurfi lestrarkennslu til að snúa þróuninni til betri vegar.  Ragnheiður hvatti Lionsmenn til að hjálpa til við lestrarkennslu þar sem foreldrarnir eiga í vandræðum.

Malthing_4805

 

 

Snævar Ívarsson frá Lesblindufélaginu sagði frá reynslu sinni af lesblindu.  Hversu erfið skólagangan hafi verið og hann hafi fyrst verið greindur þegar hann var þrítugur.  Hann sagði á gamansaman hátt frá ýmsum tilvikum sem hann hefði upplifað.

Malthing_4808

 

 

 

 

Kristinn H. Einarsson formaður Blindrafélagsins sagði frá þeim hjálparmiðlum sem þeir sem ekki geta lesið venjulegt letur geta notað.  Þeir sem greinast blindir læra punktaletur og geta náð mjög góðum hraða í lestri.  Þeir nota báðar hendur við lesturinn.  Blindrafélagið með stuðningi Lions lét þróa talgervil sem getur lesið texta af tölvuskjá og lesið hann upp.  Að lokum eru það hljóðbækur.  Aðalvandamál við hljóðbækur eru andstaða höfundarréttarhafa við að bækur þeirra sem lesnar inn á bönd.  Aðeins 25% bóka eru á hljóðbókum.

Malthing_4780

Semsagt frábærlega heppnað þing um lestrarvandann.  Þingið sóttu ýmsir fagmenn og aðrir áhugamenn um þetta mikilvæga málefni.  þakka ber undirbúningsnefndinni fyrir gott starf, þeim Dagnýu Finnsdóttir, Guðrúnu Björt Yngvadóttur, Hrund Hjaltadóttir og Jórunni Guðmundsdóttur. Fjölumdæmisstjóri Benjamín Jósepsson setti og sleit ráðstefnunni og Jón Bjarni Þorsteinsson var fundarstjóri

Malthing_4818
Verkefnisstjórnin, Jórunn J. Guðmundsdóttir Lkl Ýr, Dagný Finnsdóttir Lkl Úu og Hrund Hjaltadóttir Lkl. Fold. Á myndina vantar Guðrúnu Björt Yngvadóttir Lkl. Eik.