Hjálparstarf Lions á Filippseyjum

500.000 US$ á fyrsta degi (tæpar 62 milljónir króna)

Gríðarlegt tjón hefur orðið á Filippseyjum vegna ofurfellibylsins Haiyan sem gekk yfir eyjarnar á föstudag. Sameinuðu þjóðirnar áætla að yfir 11,3 milljónir Filippseyinga hafi orðið fyrir beinum áhrifum af hamförunum en endanlegar tölur um mannfall eru enn á reiki; en ástandið er grafalvarlegt.

LCIF, Alþjóðahjálparsjóður Lions brást strax við fréttum af hamförunum og veitti 30.000 Bandaríkjadali (3,6 milljónir kr.) til fyrstu hjálpar á Filippseyjum.  Sama dag samþykkti stjórn LCIF að veita einnig 100.000 Bandaríkjadala sem stórslysastyrk (yfir 12 milljón krónur).  LCIF veitti því samtals yfir 16 milljónir króna á fyrsta degi hamfaranna.

Þegar fellibylurinn skall á, var Wayne Madden stjórnarformaður LCIF á fundi í Singapore með helstu leiðtogum Lions á svæðinu, þar með talið Lions frá Filippseyjum og fleiri löndum  Austur-Asíu.  Stutt hlé var gert á fundinum, sem Lionsfélagarnir notuðu til að hafa sambandi við sitt fólk, klúbbinn sinn,  umdæmið og stuðningsaðila.  Innan klukkustundar höfðu þeir safnað  370.000 Bandaríkjadala, sem verður varið til að draga úr hörmung á Filippseyjum.

Á þessum fyrsta degi gáfu Lions 500 þúsund Bandaríkjadali til Filippseyja, en hjálparstarfinu er ekki lokið. LCIF mun veita mun meira fjármagni til hjálparstarfs á svæðin, þegar komin er yfirsýn yfir ástandið. Lions og LCIF mun bregðast við eins og á Haíti, fara í uppbyggingu með Lions á Filippseyjum, fjármagna byggingu heilbrigðisstofnana,  skóla, heimila og það sem þarf að gera til að koma málunum í lag. Lions og LCIF eru ekki bara á svæðinu meðan fjölmiðlarnir hafa áhuga, Lions fer ekki af svæðinu, hættir ekki stuðningi fyrr en öllum verkefnum er lokið, eftir allmörg ár.

Þess vegna kæru félagar þurfum við á ykkar stuðningi að halda Framlag í LCIF vegna neyðaraðstoðar (Donations for Disasters) veitir rétt til Melvin Jones viðurkenninga. Einstaklingar og klúbbar geta sent framlög beint í gengum vefsíðu LCIF og greitt með kredit korti: http://www.lionsclubs.org/EN/lci-foundation  eða haft samband við Lionsskrifstofuna

Sjá nánar http://lionsclubs.org/blog/2013/11/08/lions-disaster-relief-for-super-typhoon-haiyan/